Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

9. mars 2018 01:22

Kröfu laxeldis um frávísun hafnað

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu Laxa fiskeldis ehf. og Matvælastofnunar um að vísa frá máli á hendur þeim, er varðar rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfiði. Málsóknarfélagið Náttúruvernd tvö höfðar málið.
 

Laxar fiskeldi ehf. er í eigu norska félagsins Masoval Fiskeoppdrett AS og fékk leyfið árið 2012. Málsóknarfélagið samanstendur af nokkrum veiðifélögum og krefst þess að rekstrarleyfið verði ógilt þar sem hlunnindi veiðifélaganna skerðist ef laxeldið verður að veruleika.

 

meira...

8. mars 2018 07:43

Útboð á veiði í Hítará, Grjótá, Tálma og Hítarvatni á Mýrum

Veiðifélag Hítarár óskar hér með eftir tilboði í lax- og silungsveiði á starfssvæði félagsins fyrir árin 2019 til 2022, að öllum árum meðtöldum, samkvæmt meðfylgjandi útboðsskilmálum og fyrirliggjandi upplýsingum.

 

Útboðsgögn eru hjá umsjónarmanni útboðsins, Ólafi Sigvaldasyni, formanni Vf. Hítarár,  Brúarhrauni, 311 Borgarnesi.  Sími; 661 9860  Tölvupóstur; oli@emax.isog verða þau afhent í tölvupósti  gegn 10.000.- kr.  skilagjaldi.

 

meira...

3. mars 2018 04:49

Lokaðar sjókvíar helsta lausnin í baráttunni við laxalús

Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að lokaðar sjókvíar séu helsta lausn í baráttunni við laxalús í sjókvíaeldi. Sigríður hélt fyrirlestur í Vísindaporti Háskólasetursins á Ísafirði á dögunum. Inntak fyrirlestursins var um fyrirbyggjandi leiðir og leiðir til að meðhöndla laxalús í sjókvíaeldi. Lokaðar sjókvíar eru ekki notaðar í fiskeldi hér við land en forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækja segjast fylgjast spenntir með tækniþróun þeirrar aðferðar og hafa ekki útilokað að taka upp þá aðferð í framtíðinni. 

 

meira...