Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

29. apríl 2020 04:25

Er Ísland til sölu?

Í Bændablaðinu 19. mars sl. gaf að líta grein eftir Gísla Ásgeirsson undir heitinu „Um viðskipti með bújarðir“. Af lestri greinarinnar má glöggt ráða að höfundi hugnast lítt tilburðir þar til bærra stjórnvalda til að reisa einhverjar skorður við uppkaupum og uppsöfnun auðmanna, jafnt innlendra sem erlendra, á íslensku landi. 

 

Slíkt þarf í raun ekki að koma á óvart þar sem Gísli hefur verið helsti forgöngumaður breska auðmannsins Jim Ratcliffe við kaup á tugum hlunnindajarða hér á Norðausturlandi. Hitt fannst mér öllu dapurlegra að hann skuli telja stjórn Bændasamtaka Íslands einn sinn helsta skoðanabróður í þessum efnum, og heldur eymdarleg rós í hnappagat  þeirrar stjórnar, sem í heilu lagi mátti taka pokann sinn á síðasta Búnaðarþingi.

meira...

29. apríl 2020 04:11

Sjó­kvíar halda ekki fiski

Fyrir fá­einum dögum birtist frétt á vef Mat­væla­stofnunar (MAST) um að stofnuninni hefði borist til­kynning frá Arnar­laxi um gat á neta­poka sjó­kvíar í Pat­reks­firði. Var þetta í fjórða skiptið frá ára­mótum sem MAST upp­lýsti um að rifin net hefðu upp­götvast í sjó­kvía­eldi við landið en eins og allir vita synda fiskar út um göt þegar þau myndast. Í þetta skiptið var sleppi­slysið úr sjó­kví sem inni­hélt um 100.000 sjö kílóa, frjóa eldis­laxa af norskum stofni. Ein­mitt af þeirri stærð sem getur orðið náttúrunni hvað skeinu­hættust.

 

Fyrr í apríl hafði verið sagt frá gati á sjó­kví með 90.000 stykki af átta kílóa norskum eldis­laxi, í mars var til­kynnt um þrjú göt á sjó­kví með regn­boga­silungi í Ísa­fjarðar­djúpi og í febrúar um gat á lax­eldiskví í Dýra­firði með 170.000 stykki af 2,5 kílóa norska laxinum. 

 

meira...

28. apríl 2020 07:35

Undirstaða hinna dreifðu byggða

Nytjar villtra lax- og silungsstofna er ein elsta og dýrmætasta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Sjálfbær nýting á þessari mikilvægu náttúruauðlind hefur fært fólki til sveita tekjur og atvinnu í yfir eitthundrað ár. Byggðir hafa verið upp innviðir af miklum metnaði en jafnframt varfærni og framtíðarsýn fyrir komandi kynslóðir. Nú er þessu atvinnuöryggi ógnað með stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi af norskum stofni við landið.

 

Þegar eldislaxinn sleppur úr sjókvíunum skaðar hann með erfðablöndun villta íslenska laxastofna og dregur úr hæfileikum þeirra til að lifa af í sýnu náttúrulega umhverfi.

 

Þverá og Kjarará í Borgarfirði

 

meira...