Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

9. júlí 2020 10:00

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 8. júlí. Nú eru komin rúmlega 40 vatnakerfi umhverfis landið sem við fáum vikulega veiðitölur frá en gera má ráð fyrir að nokkur vatnakerfi bætist við í hópinn fljótlega. Þessa veiðivikuna hafa ekki borist veiðitölur úr öllum ám en þeim verður bætt inn þegar tölur berast.

 

Veðurfar hefur verið einstaklega gott undanfarið og glatt landsmenn umhverfis landið. En langvarandi úrkomuleysi, sólríkir bjartir dagar og mjög hlýtt veður er nú farið að hafa neikvæð áhrif á vatnsbúskap sumra vatnakerfa og bera veiðitölur það þess merki að skilyrði til veiða hafi ekki verið með besta móti. Það á hinsvegar ekki við um öll vatnakerfi, þar sem enn er góður vatnsbúskapur, þökk sé m.a. síðastliðnum vetri sem skildi eftir ágætis birgðir af vatni í föstu formi og síðan er mismunandi hvort um sé að ræða dragá, lindá og svo framvegis.

 

Það ber helst til tíðinda að Eystri-Rangá er komin efst á listann okkar með alls 667 laxa eftir hreint frábæra veiðiviku sem skilaði 504 löxum. Ef veiðin er borin saman við svipaðan tíma í fyrra (10.07.2019) þá var veiðin alls 405 laxar og er því veiðin nú orðin um hundrað löxum meiri en þá. En hafa ber í huga að þarna munar tveimur dögum í samanburði og nær lagi að áætla að veiðin sé komin vel á þriðja hundrað laxa umfram veiðina á sama tíma í fyrra. Þetta er ein mesta veiði sem hefur verið skráð á þessum tíma veiðitímabils síðastliðin 14 ár, einungis árið 2016 hefur veiðst meira á svipuðum tíma. Þegar veiðitölur eru skoðaðar aftur til ársins 2006 þá virðist sem lax sé nú að skila sér fyrr upp í Eystri-Rangá eins og gerðist árið 2016. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun veiði á næstu vikum.

 

meira...

2. júlí 2020 01:25

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 1. júlí. Nú hafa borist veiðitölur úr 40 vatnakerfum umhverfis landið og veiði gengur ágætlega. Vatnsbúskapur er víðast hvar góður og búa sum vatnakerfi enn að vatnsforða í þeim snjó er féll síðasta vetur. Þó er aðeins farið að minnka vatnið í sumum ám en vatnsbúskapur samt enn góður. Bjartviðri og hlýindi hafa haft áhrif á veiði sumstaðar og sólbráð hefur aðeins skolað jökullit út í sum vatnakerfi. Aðstæður til veiða það sem af er á þessu veiðitímabili hafa verið almennt góðar og eru blessunarlega gjörólíkar því sem átti sér stað í fyrra.

 

Þess ber að geta að veiðitímabilið í fyrra verður eflaust seint í minnum haft sem metár hvað mikla veiði varðar, mun frekar sem metár í bágum vatnsbúskap, háum vatnshita og lélegrar veiði víðast hvar.

 

Efst á listanum er sem fyrr Urriðafoss í Þjórsá og eftir mjög góða veiðiviku er veiðin komin í 509 laxa. Veiðin síðastliðna viku gekk mjög vel og alls veiddust 110 laxar. Þess má geta að leyfðar eru fjórar stangir á þessu veiðisvæði og því ljóst að meðalveiði á stöng er mjög góð eða sem nemur fjórum löxum á dag. Ef veiðin er borin saman við svipaðan tíma árið 2018 þá var hún alls 577 laxar 4 júlí. Alls veiddust 1320 laxar í Urriðafoss í Þjórsá árið 2018 og virðist veiðin þetta árið ganga svipað og þá.

 

meira...

1. júlí 2020 09:19

Vinna við heimasíðu LV

Athygli er vakin á að nú er verið að vinna í angling.is vef LV. Búast má við að vefhlutar verði tímabundið óvirkir á meðan vinnu stendur.

 

Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að hafa í för með.

 

Með bestu kveðju. Landssamband Veiðifélaga.

 

 

Kindly note that angling.is, the website of the Federation of Icelandic River Owners, is currently undergoing maintenance.

 

We apologize for any inconvenience you may have experienced and appreciate your patience in the matter.

 

With our best regards .

Federation of Icelandic River Owners

 

 

meira...