Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

13. júlí 2018 09:47

Fjöldi eldislaxa sem sluppu óljós

Orsök skemmda á sjókví Arnarlax þegar eldisfiskur slapp í Tálknafirði liggur ekki fyrir. Enn er óljóst hversu margir sluppu en fimm eldisfiskar hafa veiðst utan kvíar. Þetta er annað óhappið hjá eldisstöð Arnarlax í Tálknafirði á innan við tveimur vikum.

meira...

12. júlí 2018 10:27

Tuttugu prósent afföll í Hítará

Um 20 prósent afföll gætu orðið af laxi í Hítará vegna skriðunar sem féll í ána um helgina. Þetta er mat fiskifræðings. Leiðsögumaður segir stöðuna erfiða, þótt enn sé líf í ánni.

 

Eitt stærsta berghlaup frá landnámi varð í Hítardal aðfaranótt laugardags. Skriðan breytti landslagi í dalnum og stíflaði Hítará, sem hefur þó fundið sér leið framhjá stíflunni, að minnsta kosti að hluta. Þetta hefur áhrif á laxastofninn í Hítará, en hún er ein besta laxveiðiá landins.

Hítará á Mýrum

Jóhannes Jósefsson glímukappi og veitingamaður á Hótel Borg byggði veiðihús á Brúarfossi og hafði fyrir sumaraðsetur sitt í mörg ár. Eitt fallegasta veiðihús landsins og staðsetningin skemmir ekki fyrir

 

meira...

12. júlí 2018 01:11

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 11. júlí síðastliðinn. Síðastliðin vika einkenndist sem fyrr af úrkomu og lágu hitastigi á suðvestur hluta landsins en veður var þó betra í flestum öðrum landshlutum. Skilyrði til veiða voru sæmileg en vonandi fer veðurfar að breytast til hins betra.

 

meira...