Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

15. nóvember 2018 08:00

Virði lax- og silungsveiða á Íslandi

Skýrsla um virði lax- og silungsveiði á Íslandi er komin út. Árið 2017 sömdu Landssamband veiðifélaga og Hagfræðistofnun um að stofnunin tæki að sér að meta efnahagslegt virði stangveiða. Hér er hægt að sækja skýrsluna sem pdf-skjal.

 

Tekjur af lax- og silungsveiðum hafa margfaldast frá því að Hagfræðistofnun kannaði efnahagsleg áhrif lax- og silungveiða árið 2004. Greiðslur stangveiðimanna til veiðiréttarhafa voru um 1.150 milljónir kr. árið 2004 en 4.900 milljónir kr. 2018.1 Greiðslurnar meira en tvöfölduðust að raunvirði (120%) miðað við breytingar á Vísitölu neysluverðs frá 2004 til 2018 og þær hækkuðu um 61% umfram laun á sama tíma.2 Að jafnaði jukust greiðslurnar um 5,8% á ári umfram neysluverð og um tæp 3,4% á ári umfram kaupmátt launa.

 

meira...

14. nóvember 2018 08:39

Látum náttúruna njóta vafans

Við vekjum athygli á síðunni Á móti straumnum en þar er að finna áhugaverðar upplýsingar um samspil fiskeldis, náttúru og stangveiða.

 

Þar er jafnframt hægt að sýna stuðning og taka þátt í áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að móta skýra stefnu um sjálfbærni í fiskeldi og standa þar með vörð um náttúru Íslands og villta laxastofninn hér á landi.

 

Hér fyrir neðan er áskorun og nánari upplýsingar.

meira...

11. nóvember 2018 02:11

Enginn veit hvort fimm eldislaxar

Eftirlitsstofnunin Matvælastofnun veit ekki og getur ekki sannreynt hversu margir norskir eldislaxar sluppu úr eldiskví laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Tálknafirði í júlí í sumar. Göt mynduðust þá á eldiskví Arnarlax sem í voru rúmlega 150 þúsund eldislaxar. Tæplega fimm þúsund færri fiskar voru í kvínni þegar slátrað var úr henni í byrjun október en áttu að vera í kvínni. Þetta kemur fram í svörum frá Matvælastofnun við spurningum Stundarinnar um slysasleppinguna. 

 

Sú staðreynd að Matvælastofnun, eftirlitsstofnunin sem fylgist með slíkum atriðum í starfsemi laxeldisfyrirtækjanna, getur ekki fullyrt nokkuð um umfang slysasleppingarinnar á norsku eldislöxunum undirstrikar þá mögulegu umhverfisvá sem fylgir notkun á opnum sjókvíum til að rækta eldisfiska við Íslandsstrendur. 

meira...