Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

8. október 2020 02:00

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 7. október síðastliðinn. 

 

Veiði lauk síðastliðin mánaðarmót í þeim vatnakerfum sem byggja ekki nánast alfarið á seiðasleppingum. Það hafa borist lokstölur úr 38 veiðisvæðum og alls eiga 8 veiðisvæði eftir að skila inn lokatölu.  Athygli er vakin á að leiðrétt lokaveiðitala í Laxá í Kjós er alls 895 laxar en ekki 1015 laxar eins og fram kom í síðustu samantekt okkar. Þegar veiðibók var yfirfarin þá kom í ljós að sjóbirtingur hafði fyrir mistök verið talin með. Þetta er leiðrétt hér með og beðist velvirðingar á þessu.

 

Laxveiði heldur áfram í 5 vatnakerfum en búast má við að veiði ljúki þar um 20. október. Það er því enn tækifæri til að komast í veiði á þessu tímabili og þess má geta að á þessum árstíma skartar náttúran í umhverfi ánna sínu fegursta.

 

Eystri-Rangá er efst á listanum og komin í alls 8544 laxa, skilaði vikuveiðin samtals 216 löxum sem er aukning um 9 laxa miðað við vikuna á undan. Veiðin er sú mesta frá upphafi og 1071 löxum betur en mesta veiði var árið 2007 þegar alls veiddust 7473 laxar. 

 

Ytri-Rangá er í öðru sæti og komin í alls 2578 laxa og skilaði vikuveiðin 59 löxum.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er efst á lista þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum. Lokatalan er 1725 laxar.

 

Í fjórða sæti er Affall í Landeyjum en samtals hefur veiðst 1617 og skilaði veiðivikan 20 löxum.

 

Í fimmta sæti er Selá í Vopnafirði en þar lauk veiði í samtals 1258 löxum.

 

 

meira...

1. október 2020 10:53

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 30. september síðastliðinn. 

 

Samantektin er seinna á ferðinni en ekki hafa borist veiðitölur úr öllum ám og í sumum tilvikum skýrist það af því að veiðihús hafa lokað og fyrir vikið er minni viðvera og tækifæri að sækja upplýsingar úr veiðibók/veiðibókum. En tölur skila sér að lokum og verða þær settar inn þegar þær berast. Alls hafa borist lokstölur úr 30 vatnakerfum og von er á fleirum fljótlega.

 

Eystri-Rangá er efst á listanum og komin í alls 8325 laxa, skilaði vikuveiðin samtals 198 löxum sem er aukning um 84 kaxa miðað við vikuna á undan. Veiðin er sú mesta frá upphafi og 852 löxum betur en mesta veiði var árið 2007 þegar alls veiddust 7473 laxar. 

 

Ytri-Rangá er í öðru sæti og komin í alls 2519 laxa og skilaði vikuveiðin 88 löxum.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er efst á lista þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum. Lokatalan er 1725 laxar.

 

Í fjórða sæti er Affall í Landeyjum en samtals hefur veiðst 1617 og skilaði veiðivikan 20 löxum.

 

Í fimmta sæti er Selá í Vopnafirði en þar lauk veiði í samtals 1258 löxum.

 

Villtur lax  Ljósmynd: Sumarliði Óskarsson.

meira...

25. september 2020 11:00

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 23. september síðastliðinn. 

 

Samantektin er seinna á ferðinni en ekki hafa borist veiðitölur úr öllum ám og í sumum tilvikum skýrist það af því að veiðihús hafa lokað og fyrir vikið er minni viðvera og tækifæri að sækja upplýsingar úr veiðibók/veiðibókum. En tölur skila sér að lokum og verða þær settar inn þegar þær berast. Alls hafa borist lokstölur úr 14 vatnakerfum og von er á fleirum fljótlega.

 

Eystri-Rangá er efst á listanum og komin í alls 8130 laxa, skilaði vikuveiðin samtals 114 löxum. Veiðin er sú mesta frá upphafi og 657 löxum betur en mesta veiði var árið 2007 þegar alls veiddust 7473 laxar. 

 

Ytri-Rangá er í öðru sæti og komin í alls 2431 laxa og skilaði vikuveiðin 129 löxum sem er mesta vikuveiðin í þessari samantekt og aukning um 59 laxa frá vikunni á undan.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er efst á lista þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum. Samtals hafa veiðst 1705 laxar og skilaði síðasta veiðivika alls 79 löxum.

 

Í fjórða sæti er Affall í Landeyjum en samtals hefur veiðst 1597 og skilaði veiðivikan 96 löxum sem er 17 löxum meira en vikunna á undan.

 

Í fimmta sæti er Selá í Vopnafirði en þar lauk veiði í samtals 1258 löxum.

 

meira...