Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

23. janúar 2020 03:33

Hver sat við lykla­borðið?

Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar.

Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. 

meira...

22. janúar 2020 05:05

Vill vernda laxastofna og hefur skilning á umsögnum

Sjávarútvegsráðherra segist ekki vera að draga úr vernd villtra laxastofna með nýrri reglugerð um fiskeldi. Hann segist þó skilja áhyggjur náttúruverndarsamtaka og hagsmunaaðila, og ætlar að kynna sér vel umsagnir þeirra.
 

Samkvæmt nýrri reglugerð um fiskeldi sem sjávarútvegsráðherra birti til umsagnar um miðjan desember er lagt til að bann við sjókvíaeldi í ákveðinni fjarlægð frá laxveiðiám verði fellt úr gildi. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina rann út á föstudaginn. Alls bárust 39 umsagnir. Margar þeirra eru neikvæðar, og þá sérstaklega um þann þátt að fella eigi brott ákvæðið um fjarlægðarmörkin. Náttúruverndarsamtök og hagsmunaaðilar hafa áhyggjur af því að breytingin geti aukið hættuna á því að villtur lax fái lús, og að hann smitist af hvers kyns sjúkdómum þegar hann syndir nærri kvíunum. 

 

meira...

21. janúar 2020 05:40

Margar neikvæðar umsagnir um reglugerð um fiskeldi

Mörg náttúruverndarsamtök og hagsmunaaðilar mótmæla harðlega áformum sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi bann við sjókvíaeldi í ákveðinni fjarlægð frá laxveiðiám. Alls bárust 39 umsagnir um reglugerð ráðherra.
 

Samkvæmt nýrri reglugerð um fiskeldi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra birti til umsagnar um miðjan desember er lagt til að bann við sjókvíaeldi í ákveðinni fjarlægð frá laxveiðiám verði fellt úr gildi. Kristján Þór og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun hafa báðir sagt að með þessu sé ekki verið að slaka á reglum. 

 

meira...