Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

18. nóvember 2019 02:00

Útboð Efri-Haukadalsá – framlengt

Veiðifélagið Haukar, sem er veiðifélag Efri-Haukadalsár (ofan vatns) í Haukadal, í Dalabyggð framlengir hér með tilboðsfrest í veiðirétt í ánni fyrir næstu ár, fyrst 2020.  Heimilt er að veiða á 2 stangir í senn.  Veiðihús er við ána sem fylgir leigumála.  Sérstaklega verður horft til fiskiræktar og umgengni um ána. 
 
 

 

meira...

12. nóvember 2019 06:31

Tap ár eftir ár

Arnarlax heldur á þessu ári upp á tíu ára afmæli sitt. Eitt það athyglisverðasta í sögu þessa stærsta sjókvíaeldisfyrirtækis landsins er að það hefur aldrei frá stofnun greitt tekjuskatt á Íslandi. Ekki í eitt einasta skipti. Ár eftir ár er félagið rekið með tapi. Í fyrra nam tapið 2,2 milljörðum króna, árið 2017 var tapið 405 milljónir og 2016 var það 1,9 milljarðar króna.

 

Samtals hefur félagið því tapað hátt í fimm milljörðum króna undanfarin þrjú rekstrarár. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hér á landi hafa verið duglegir við að ræða útflutningsverðmæti afurðanna. Þeir hafa hins vegar ekki viljað ræða hina hliðina, hvað kostar að búa til þessar útflutningstekjur og hversu mikið verður eftir á Íslandi þegar upp er staðið. Þannig hafa þeir ekki nefnt einu orði þetta hrikalega tap sem er af þessum rekstri. Hvernig getur þetta gengið? 

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

 

meira...

6. nóvember 2019 09:47

Myndin Artifishal sýnd í Borgarbíó Akureyri

SUNN og vinir  bjóða í náttúrubíó á miðvikudaginn kemur 6.nóvember í Borgarbíói á Akureyri kl.16.15!

Við sýnum myndina "Artifishal" sem framleidd er af Patagonia og fjallar um áhrif manna á villta laxastofna. Jón Kaldal frá Icelandic Wildlife Fund verður með okkur og hefur umsjón með umræðum í kjölfar sýningar. Sýningin myndarinnar er styrkt af Stangveiðifélagi Akureyrar og Landssambandi Veiðifélaga.

 

meira...