Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

20. júlí 2017 01:13

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 19. júlí síðastliðinn. Eftir veiði síðustu viku er Þverá og Kjarará enn efst á listanum og veiðin komin í 1238 laxa. Veiðin síðastliðna viku var 237 laxar. Ef veiðin í Þverá og Kjarará er borin saman við svipaðan tíma í fyrra (20.07.16) þá höfðu alls veiðst 1153 laxar og veiðin er því orðin 85 löxum meiri núna. Í öðru sæti er Norðurá sem nálgast 1000 laxa markið en þar er veiðin komin í alls 966 laxa en vikuveiðin var 172 laxar. Veiðin í Norðurá er orðin 86 löxum meiri en á svipuðum tíma í fyrra. Í þriðja sæti er Ytri-Rangá með 902 laxa en vikuveiðin var 322 laxar og ljóst hún mun fara yfir 1000 laxa markið á næstu dögum.

Villtur lax ©Sumarliði Óskarsson

 

meira...

18. júlí 2017 10:01

Enn veiðist regnbogasilungur á Vestfjörðum

Regnbogasilungur veiddist í Selá í Ísafjarðadjúpi 7. júlí 2017. Fiskurinn var sendur til greiningar hjá sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar, Haf og vatn, og þar var staðfest að um væri að ræða regnbogasilung. Regnbogasilungurinn var í góðum holdum, eins og myndin sýnir, og hefur væntanlega lifað af veturinn í vellystingum. Enn er regnbogasilungur, sem slapp úr eldi, að koma fram í veiði. Þess má geta að Landssamband veiðifélaga fékk fyrst upplýsingar um að verulegt magn af regnbogasilungi væri á sveimi í sjó á Vestfjörðum 13. júní árið 2016. Ábendingu um það var komið á framfæri við eftirlitsaðila. Ekkert fyrirtæki kannaðist þá við að hafa misst fisk. Síðan þá hefur regnbogi veiðst í fjölda vatnsfalla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. LV hefur margoft haft samband við eftirlitsstofnanir, óskað eftir opinberri rannsókn og kært málið til lögreglu. Átta mánuðum seinna er viðurkennt að það sé gat á kví.

Regnbogasilungur sem veiddist í Selá, Ísafjarðadjúpi.

meira...

17. júlí 2017 08:54

Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar

„Við fengum tilkynningu í síðustu viku um að það hefði komið upp mengun í Varmá úr regnvatnsstút sem liggur ít í læk sem síðan liggur út í Varmá,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. „Þetta virðist hafa verið einhverskonar hvítt efni sem lak út í ána en við vitum svosem ekki hvað það var.“

Dauðan fisk mátti finna í ánni vegna tilfellisins sem kom upp á föstudaginn. Mynd ©Egill visir.is

meira...