Strokulaxar – kort

  • Post category:Fréttir

Ástandið í ám landsins versnar með hverjum deginum og nú hafa yfir 250 frjóir eldislaxar veiðst í ám um allt land eftir stórfellt umhverfsslys hjá Arctic Fish. Þrátt fyrir aðgerðir landeigenda og kafara til að takmarka tjónið er ljóst að ekki sér högg á vatni. Landssamband veiðifélag fylgist með ástandinu og heldur lista yfir veidda eldislaxa. Ólafur Ragnar Garðarsson hefur unnið gagnvirkt kort af dreifingu veiddra eldislaxa sem uppfærist eftir því sem listinn lengist. Kann Landssambandið honum bestu þakkir fyrir þetta frábæra framtak. Kortið er aðgengilegt á https://strokulax.is/ eða með því að smella hér.

Einnig er sérstakur hnappur á forsíðu vefsins okkar sem leiðir beint á kortið.

Screenshot 2023 09 29 at 16.38.41