FRÉTTIR

Fréttabréf Landssambands veiðifélaga 10. júlí 2023

Fréttabréf Landssambands veiðifélaga var sent út í dag. Þar er fjallað um heimild veiðifélaga til veiða á hnúðlaxi í net, skelfilegar niðurstöður úr rannsókn á erfðablöndun og laxveiðina í sumar. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.

Nánar ⇀

Skelfilegar niðurstöður um erfðamengun

Bændur, veiðiréttarhafar, allir sem hafa hagsmuni af stangveiði hér á landi og náttúruverndarsinnar lýsa yfir miklum áhyggjum af niðurstöðum rannsóknar í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Sláandi niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta mikla erfðablöndun villtra íslenskra laxastofna við norskan eldislax. Fyrir hönd þessara aðila vill Landssamband veiðifélaga (LV) koma eftirfarandi á framfæri: Niðurstöður rannsóknarinnar

Nánar ⇀

Smálaxinn að skila sér – Vikulegar veiðitölur

Enn gengur laxveiðin vel í flestum ám og fínar smálaxagöngur byrjaðar víða. Helst má nefna mjög góða vikuveiði í Þverá og Kjarrá eða 179 laxa og eru árnar komnar upp í 297 laxa samtals. Einnig var frábær veiði í Selá í Vopnafirði en þar kom 91 lax á land á

Nánar ⇀

Góður gangur í laxveiðinni – Nýjar tölur

Fínn gangur er í laxveiðinni og verður spennandi að sjá hvort smálaxinn skili sér af krafti á næstu dögum. Norðurá skilaði 118 löxum í vikunni og fer því í toppsætið með 246 laxa. Mjög góð veiði í Hítará á Mýrum vekur athygli en þar gaf vikan 34 laxa og áin

Nánar ⇀

Vikulegar veiðitölur úr laxveiðinni

Fjölmargar laxveiðiár opnuðu í vikunni og eru nýjustu tölur komnar á vef Landssambandsins angling.is. Urriðafoss hefur gefið flesta laxa eða um 160. Nákvæmari tala kemur á listann síðar í dag. Fínar opnanir hafa verið víða t.d. í Haffjarðará, Víðidalsá og Eystri-Rangá. Þau veiðifélög eða leigutakar sem vilja vera á vikulegum

Nánar ⇀

Vikulegar veiðitölur úr laxveiðinni

Laxveiðin er hafin á nokkrum veiðisvæðum og nýjustu tölur eru komnar inn á angling.is. Þverá og Kjarrá voru opnaðar í vikunni og þar eru komnir 33 laxar á land. Veiðimenn við Þverá töldu ekki mikinn lax á svæðinu en þó væri einhver ganga. Veiðin í Norðurá er fín en eftir

Nánar ⇀

Laxveiðin byrjuð – vikulegar veiðitölur

Þá er komið að fyrstu vikulegu veiðitölum sumarsins úr laxveiðinni en veiði er hafin í Urriðafossi í Þjórsá, Norðurá, Blöndu og Þverá. Mjög vel hefur gengið í Urriðafossi en þar hófst veiðin 1. júní. Þar eru 67 laxar komnir á land og góður gangur í veiðinni. Norðurá opnaði með hvelli

Nánar ⇀

Fréttabréf Landssambands veiðifélaga 6. júní 2023

Fréttabréf Landssambands veiðifélaga var sent út í dag. Þar er fjallað um fyrstu daga laxveiðinnar nú í sumar, rafræna veiðiskráningu, Angling iQ, sótthreinsun á veiðibúnaði, vikulegar veiðitölur og veiðimyndabanka Landssambandsins. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.

Nánar ⇀

Upptaktur að veiðisumri – fundur hjá Hafró

Hafrannsóknastofnun boðar til fundar um málefni ferskvatnsfiska föstudaginn 26. maí 2023, í aðdraganda komandi veiðisumars. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Gestum verður boðið að þiggja morgunverð fyrir fundinn. Dagskrá: 8:30-9:00 Morgunverður 9:00-9:05 Fundur setturÞorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar 9:05-9:25 Staða AtlantshafslaxHlynur Bárðarson, Hafrannsóknastofnun 9:25-9:45 HnúðlaxGuðni

Nánar ⇀

Fréttabréf Landssambands veiðifélaga 17. maí 2023

Fréttabréf Landssambands veiðifélaga var sent út í dag. Þar er fjallað um aðalfund LV 2023, ályktun um sjókvíaeldi, rannsóknir í ferskvatni, fuglavarnabúnað og aðalfundi veiðifélaga. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.

Nánar ⇀