COVID-19

COVID-19 Á ÍSLANDI

Í dag er staðan sú að tekist hefur að ráða niðurlögum síðustu bylgju COVID-19 faraldursins á Íslandi þannig að einungis stök eða engin tilfelli eru að greinast hér á degi hverjum. Þetta hefur tekist með sameiginlegu átaki og samstöðu þjóðarinnar sem felur í sér víðtæka skimun gegn sjúkdómnum, einangrun sýktra, víðtækri smitrakningu og sóttkví þeirra sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Auk þess hefur verið beitt víðtækum sýkingavörnum af hálfu almennings og ströngum samkomutakmörkunum.

Viðbrögð íslenskra stjórnvalda og markmið aðgerða vegna COVID-19 hafa frá upphafi verið skýr. Áhersla hefur verið lögð á að tryggja að nauðsynlegir innviðir landsins, og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið, sé í stakk búið til að takast á við álagið sem óhjákvæmilega myndast vegna sjúkdómsins hér á landi.

Nýjustu tölulegu upplýsingar er að finna hér.

FERÐATAKMARKANIR

Upplýsingar um ferðalög til og á Íslandi má finna hér.

LEIÐBEININGAR UM SÓTTVARNIR

Landssamband veiðifélaga hefur gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir sem finna má hér.