Hér má finna leiðbeiningar Landsambands veiðifélaga
LEIÐBEININGAR LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA NR. 1/2020 UM SÓTTVARNIR Í VEIÐIHÚSUM ÁN ÞJÓNUSTU
Breytingar 4. júní 2020:
o Breytt 2. mgr. 1. gr.
o Ný 3. mgr. 5. gr.
1. gr.
Gildissvið og fyrirmynd
Leiðbeiningarnar gilda um veiðihús þar sem ekki er þjónusta og veiðimenn sjá um sig sjálfir. Leiðbeiningarnar gilda bæði um veiðihús þar sem veiðimenn annast sjálfir þrif eftir hollið og þar sem rekstraraðili veiðihússins sér um þrif milli holla.
Leiðbeiningarnar eru byggðar á eftirfarandi leiðbeiningum sem jafnframt gilda eftir því sem við á.
• Leiðbeiningum Landlæknis fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra, dags. 2. maí 2020, og tóku gildi 4. maí 2020.
• Nýtt 4. júní 2020: Leiðbeiningar fyrir sund- og baðstaði og baðstaði í náttúrunni vegna COVID-19.
2. gr.
Leyfi til komu í veiðihús
Frá 15. júní 2020 mega veiðimenn koma í veiðihús á meðan beðið er niðurstöðu úr skimun sem fer fram á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins, sbr. reglur stjórnvalda sem um þessa skimun gilda. Veiðimenn mega ekki koma í veiðihús ef þeir:
1. Eru í sóttkví.
2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
3. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
4. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.s.frv.).
3. gr.
Tveggja metra reglan
Virða ber 2 metra reglu um fjarlægðartakmarkanir á milli einstaklinga eins og kostur er.
4. gr.
Samneyti við aðra hópa
Takmarka skal samneyti á milli aðskildra ferðahópa eins og unnt er. Til dæmis skulu veiðimenn ekki koma í veiðihús fyrr en hollið á undan er farið.
5. gr.
Salerni, sturtur, sauna og eimböð
Rekstraraðili veiðihúss skal setja upp aðstöðu við öll salerni og sturtur til að gestir geti sótthreinsað snertifleti s.s. hurðarhúna og snertifleti á salernum með Virkon eða spritti. Saunaklefar og eimböð skulu ekki notuð. Rekstraraðili veiðihúss skal gera ráðstafanir til þess að þessi aðstaða verði lokuð.
Nýtt 4. júní 2020: Heita potta má nota en gæta skal vel að að klórmagni og tryggja að það fari ekki undir viðmiðunargildi. Rekstraraðili veiðihúss skal sjálfur annast þrif á aðstöðunni áður en nýr hópur kemur í veiðihús. Loka skal aðstöðunni ef rekstraraðili veiðihúss getur ekki uppfyllt skilyrði um sóttvarnir.
6. gr.
Eldunaraðstaða og borðsalur
Rekstraraðili veiðihúss skal tryggja aðgengi að fljótandi sápu og handspritti í eldunaraðstöðu og borðsal og setja upp leiðbeiningar til gesta um að þrífa vel eftir sig. Tryggja þarf að hver hópur hafi eigin borðtuskur og diskaþurrkur. Fjarlægja skal notaðar
borðtuskur og diskaþurrkur áður en næsta holl kemur í veiðihúsið. Rekstraraðili veiðihúss skal koma leiðbeiningum á framfæri við gesti um hvernig skuli staðið að þessu. Við brottför hóps úr veiðihúsi skal fjarlægja alla matvöru s.s. kaffi, te, krydd o.þ.h. Gestum er
óheimilt að skilja eftir matvæli ætluð þeim sem á eftir koma. Koma þarf upp leiðbeiningum vegna þessa til gesta.
Leiðbeiningar skulu settar upp í borðsal þar sem gestir eru minntir á að sótthreinsa borð og snertifleti á stólum áður en sest er.
7. gr.
Veiðibækur
Gerðar skulu ráðstafanir til þess að skráning á afla verði rafræn svo ekki þurfi að nota útprentaðar veiðibækur. Veiðifélög þurfa að sækja um aðgang hjá Hafrannsóknastofnun til þess að nýta sér rafræna skráningu veiði. Þar sem útilokað er að koma því við að skrá veiði með rafrænum hætti, sbr. 1. mgr., skulu stök fjölrituð blöð upp úr heftuðum veiðibókum vera fyrirliggjandi fyrir hvert holl. Þá skulu gerðar
ráðstafanir þannig að hvert holl geti skilað blöðunum til veiðifélags eða rekstraraðila veiðihúss og/eða veiðisvæðis.
8. gr.
Sorp
Ganga skal frá sorpi í lokuðum pokum og setja í sorptunnur veiðihúss eða fara með í næsta gám, allt eftir leiðbeiningum frá rekstraraðila veiðihússins.
9. gr.
Leiðbeiningar rekstraraðila veiðihúss
Rekstraraðili veiðihúss skal útbúa leiðbeiningar til gesta veiðihússins þar sem ofangreindum reglum er sérstaklega komið á framfæri við gesti þess.
Reykjavík, 4. júní 2020.
LEIÐBEININGAR LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA NR. 2/2020 UM SÓTTVARNARRÁÐSTAFANIR Í VEIÐIHÚSUM MEÐ ÞJÓNUSTU
• Breytingar 4. júní 2020:
o Breytt 2. mgr. 1. gr.
o Ný 3. mgr. 10. gr.
1. gr.
Gildissvið og fyrirmynd
Leiðbeiningarnar gilda um veiðihús þar sem er þjónusta og starfsmenn rekstraraðila veiðihússins annast þrif á herbergjum, alrýmum, matseld o.s.frv. Leiðbeiningarnar eru byggðar á eftirfarandi leiðbeiningum sem jafnframt gilda eftir því sem við á.
• Leiðbeiningum Landlæknis fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra, dags. 2. maí 2020, og tóku gildi 4. maí 2020.
• Leiðbeiningum Ferðamálastofu sem unnar voru í samvinnu við Landlækni og heilbrigðisráðuneytið, til veitinga- og gististaða vegna hámarksgjölda í hóp, dags. 4. maí 2020 og tóku gildi 4. maí 2020.
• Leiðbeiningum Landlæknis til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu, dags. 10. mars 2020.
• Nýtt 4. júní 2020: Leiðbeiningar fyrir sund- og baðstaði og baðstaði í náttúrunni vegna COVID-19.
2. gr.
Bann við komu í veiðihús
Frá 15. júní 2020 mega veiðimenn koma í veiðihús á meðan beðið er niðurstöðu úr skimun sem fer fram á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins, sbr. reglur stjórnvalda sem um þessa skimun gilda. Veiðimenn og starfsmenn mega ekki koma í veiðihús ef þeir:
1. Eru í sóttkví.
2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
3. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
4. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.s.frv.).
3. gr.
Mæling á líkamshita starfsmanna
Starfsmenn skulu mæla líkamshita sinn á hverjum morgni áður en þeir koma til vinnu. Reynist
þeir með hærri líkamshita en 37,3°C skulu þeir ekki mæta til vinnu.
4. gr.
Fyrstu viðbrögð vegna gruns um COVID-19
Starfsmenn skulu þekkja einkenni COVID-19 og smitleiðir og kynna sér leiðbeiningar um viðurkennda verkferla á vefsíðu Landlæknis.
Ef grunur um sýkingu af völdum COVID-19 vaknar innan fyrirtækis, þarf að hafa samband við heilsugæslustöð þess veika sem fyrsta úrræði – annars vaktsíma 1700. Númerið 1700 svarar fyrirspurnum vegna veikinda allan sólarhringinn og leiðbeinir almenningi og ferðamönnum um aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Í neyðartilvikum skal hringt í 112 og mikilvægt er að nefna grun um COVID-19. Þetta á við um bæði starfsmenn og gesti veiðihúss. Ef upp kemur grunur um COVID-19 skal aðskilja viðkomandi frá öðrum gestum og starfsmönnum. Að öðru leyti skal farið eftir framangreindum leiðbeiningum Landlæknis til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu.
5. gr.
Grundvallarsmitgát
Starfsmenn skulu viðhafa grundvallar smitgát í sínum störfum. Í því felst m.a. að gæta að handþvotti og notkun handspritts og nota hanska þegar við á. Þá skulu starfsmenn viðhafa sérstaka smitgát við söfnun þvotts og líns sem og við söfnun og þvott borðbúnaðar og annarra áhalda.
6. gr.
Hreinsun á svæðum þar sem veikir hafa dvalið
Sérstaklega er bent á leiðbeiningar Landlæknis til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu um þetta atriði.
7. gr.
Tveggja metra reglan
Virða ber 2 metra reglu um fjarlægðartakmarkanir á milli einstaklinga eins og kostur er.
8. gr.
Samneyti við aðra hópa
Takmarka skal samneyti á milli aðskildra ferðahópa eins og unnt er. Til dæmis skulu veiðimenn ekki koma í veiðihús fyrr en hollið á undan er farið.
9. gr.
Þrif og sótthreinsun á sameiginlegum rýmum
Rekstraraðili skal þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými og snertifleti a.m.k. tvisvar á dag.
10. gr.
Salerni, sturtur, sauna og eimböð
Rekstraraðili veiðihúss skal setja upp aðstöðu við öll salerni og sturtur til að gestir geti sótthreinsað snertifleti s.s. hurðarhúna og snertifleti á salernum með Virkon eða spritti. Saunaklefar og eimböð skulu ekki notuð. Rekstraraðili veiðihúss skal gera ráðstafanir til þess að þessi aðstaða verði lokuð.
Nýtt 4. júní 2020: Heita potta má nota en gæta skal vel að að klórmagni og tryggja að það fari ekki undir viðmiðunargildi. Rekstraraðili þrífur samkvæmt venju og strýkur yfir skilgreinda snertifleti a.m.k. tvisvar á dag með sápulegi/sótthreinsandi efni. Loka skal aðstöðunni ef rekstraraðili veiðihúss getur ekki uppfyllt skilyrði um sóttvarnir.
11. gr.
Eldhús
Ef hægt er að koma því við skulu kokkar og starfsfólk í eldhúsi vera þar og bera matinn fram að dyrum aðskildra rýma þar sem þjónar taka við. Kokkar og starfsfólk í eldhúsi eiga að hafa sér inngang og salerni.
12. gr.
Borðsalur og önnur sameiginleg rými
Rekstraraðili veiðihúss skal tryggja aðgengi að fljótandi sápu og handspritti í borðsal og öðrum sameiginlegum rýmum.
Spritt skal vera við inngang í borðsal og skilti þar sem fram kemur að gestir skuli sótthreinsa hendur með spritti á leið inn og út úr borðsal. Leiðbeiningar skulu settar upp í borðsal þar sem gestir eru minntir á að sótthreinsa borð og snertifleti á stólum áður en sest er.
Fjölskyldur og hópar sem hafa verið í miklu samneyti áður geta setið við sama borð. Að öðrum kosti gildir tveggja metra reglan.
Ekki skal nota mat- og vínseðla ef því verður komið við. Ef það er nauðsynlegt skulu þeir vera plastaðir og þvegnir fyrir hverja notkun.
Færa skal gestum mat beint úr eldhúsi ef því verður komið við. Ef boðið er upp á mat þar sem gestir þurfa að skammta sjálfir á disk skal aðgengi tryggt að einnota áhöldum til þess sem síðan er hent eftir hverja notkun. Varast skal að gestir noti sömu áhöld, til dæmis skal brauð borið fram niðursneitt en ekki boðið upp á að gestir geti sneitt það sjálfir.
13. gr.
Snertilausar greiðslur
Ef tekið er við greiðslum í veiðihúsi skulu þær fara fram með snertilausum hætti ef hægt er. Að öðrum kosti skulu greiðsluvélar sótthreinsaðar eftir hverja notkum. Ef greiðsla fer fram með peningaseðlum skulu þeir settir í umslag sem síðan skal sótthreinsað áður en það er sett í geymslu á viðeigandi stað.
14. gr.
Veiðibækur
Gerðar skulu ráðstafanir til þess að skráning á afla verði rafræn svo ekki þurfi að nota útprentaðar veiðibækur. Veiðifélög þurfa að sækja um aðgang hjá Hafrannsóknastofnun til þess að nýta sér rafræna skráningu veiði. Þar sem útilokað er að koma því við að skrá veiði með rafrænum hætti, sbr. 1. mgr., skulu stök fjölrituð blöð upp úr heftuðum veiðibókum vera fyrirliggjandi fyrir hvert holl. Þá skulu gerðar
ráðstafanir þannig að hvert holl geti skilað blöðunum til veiðifélags eða rekstraraðila veiðihúss og/eða veiðisvæðis.
15. gr.
Sorp
Ganga skal frá sorpi í lokuðum pokum og setja í sorptunnur veiðihúss eða fara með í næsta gám, allt eftir leiðbeiningum frá rekstraraðila veiðihússins.
16. gr.
Leiðbeiningar rekstraraðila veiðihúss
Rekstraraðili veiðihúss skal útbúa leiðbeiningar til gesta veiðihússins þar sem ofangreindum reglum er sérstaklega komið á framfæri við gesti þess.
Reykjavík, 4. júní 2020.
LEIÐBEININGAR LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA NR. 3/2020 UM SÓTTVARNARRÁÐSTAFANIR VEIÐIMANNA
1. gr.
Gildissvið og fyrirmynd
Leiðbeiningarnar gilda um stangveiðimenn á Íslandi.
Leiðbeiningarnar eru byggðar á eftirfarandi leiðbeiningum sem jafnframt gilda eftir því sem við á.
• Leiðbeiningum Landlæknis fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra, dags. 2. maí 2020, og tóku gildi 4. maí 2020.
2. gr.
Bann við komu í veiðihús
Frá 15. júní 2020 mega veiðimenn koma í veiðihús á meðan beðið er niðurstöðu úr skimun sem fer fram á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins, sbr. reglur stjórnvalda sem um þessa skimun gilda. Veiðimenn mega ekki koma í veiðihús ef þeir:
1. Eru í sóttkví.
2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
3. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
4. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.s.frv.).
3. gr.
Koma í veiðihús
Veiðimenn skulu ekki koma í veiðihús fyrr en hollið á undan er farið. Við komu í veiðihús skulu veiðimenn gæta að því að notaðar borðtuskur og diskaþurrkur hafi verið fjarlægðar og nýjar og hreinar settar í staðinn. Þá skulu veiðimenn gæta að því að öll matvæli, s.s. kaffi, te, krydd o.þ.h. hafi verið fjarlægt úr veiðihúsinu.
4. gr.
Tveggja metra reglan
Virða ber 2 metra reglu um fjarlægðartakmarkanir á milli einstaklinga eins og kostur er.
5. gr.
Fyrstu viðbrögð vegna gruns um COVID-19
Veiðimenn skulu þekkja einkenni COVID-19 og smitleiðir. Ef grunur um sýkingu af völdum COVID-19 vaknar þarf að hafa samband við heilsugæslustöð þess veika sem fyrsta úrræði – annars vaktsíma 1700. Númerið 1700 svarar fyrirspurnum vegna veikinda allan sólarhringinn og leiðbeinir almenningi og ferðamönnum um aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Í neyðartilvikum skal hringt í 112 og mikilvægt er að nefna grun um COVID-19. Ef upp kemur grunur um COVID-19 skal aðskilja viðkomandi frá öðrum gestum og
starfsmönnum. Að öðru leyti skal farið eftir framangreindum leiðbeiningum Landlæknis til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu.
6. gr.
Grundvallarsmitgát
Veiðimenn skulu viðhafa grundvallar smitgát. Í því felst m.a. að gæta að handþvotti og notkun handspritts. Veiðimenn skulu sérstaklega að því að sótthreinsa sameiginlega snertifleti reglulega eða þvo eða sótthreinsa hendur eftir snertingu við þá. Veiðimenn skulu forðast að deila veiðibúnaði, s.s. veiðistöngum, hjólum, taumefni, flugum, fatnaði og öðru slíku.
7. gr.
Notkun bifreiðar leiðsögumanns
Veiðimaður má ekki sitja við hlið leiðsögumanns í bifreið.
8. gr.
Veiðibækur
Gerðar skulu ráðstafanir til þess að skráning á afla verði rafræn svo ekki þurfi að nota útprentaðar veiðibækur. Veiðifélög þurfa að sækja um aðgang hjá Hafrannsóknastofnun til þess að nýta sér rafræna skráningu veiði. Þar sem útilokað er að koma því við að skrá veiði með rafrænum hætti, sbr. 1. mgr., skulu stök fjölrituð blöð upp úr heftuðum veiðibókum vera fyrirliggjandi fyrir hvert holl. Þá skulu gerðar
ráðstafanir þannig að hvert holl geti skilað blöðunum til veiðifélags eða rekstraraðila veiðihúss og/eða veiðisvæðis.
9. gr.
Við brottför úr veiðihúsi
Fjarlægja skal notaðar borðtuskur og diskaþurrkur áður en næsta holl kemur í veiðihúsið, allt eftir leiðbeiningum frá rekstraraðila veiðihússins. Við brottför hóps úr veiðihúsi skal fjarlægja alla matvöru s.s. kaffi, te, krydd o.þ.h. Gestum er óheimilt að skilja eftir matvæli ætluð þeim sem á eftir koma. Ganga skal frá sorpi í lokuðum pokum og setja í sorptunnur veiðihúss eða fara með í næsta gám, allt eftir leiðbeiningum frá rekstraraðila veiðihússins.
Reykjavík, 20. maí 2020.
LEIÐBEININGAR LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA NR. 4/2020 UM SÓTTVARNARRÁÐSTAFANIR LEIÐSÖGUMANNA
1. gr.
Gildissvið og fyrirmynd
Leiðbeiningarnar gilda um leiðsögumenn með stangveiðum á Íslandi.
Leiðbeiningarnar eru byggðar á eftirfarandi leiðbeiningum sem jafnframt gilda eftir því sem við á.
• Leiðbeiningum Landlæknis fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra, dags. 2. maí 2020, og tóku gildi 4. maí 2020.
• Leiðbeiningum Landlæknis til leigubílstjóra vegna aksturs með farþega o.fl., dags. 27. mars 2020.
2. gr.
Bann við komu í veiðihús
Leiðsögumenn mega ekki koma í veiðihús eða sinna leiðsögn til veiðimanna ef þeir:
1. Eru í sóttkví.
2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
3. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
4. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.s.frv.).
3. gr.
Mæling á líkamshita starfsmanna
Starfsmenn skulu mæla líkamshita sinn á hverjum morgni áður en þeir koma til vinnu. Reynist þeir með hærri líkamshita en 37,3°C skulu þeir ekki mæta til vinnu.
4. gr.
Tveggja metra reglan
Virða ber 2 metra reglu um fjarlægðartakmarkanir á milli einstaklinga eins og kostur er.
5. gr.
Fyrstu viðbrögð vegna gruns um COVID-19
Leiðsögumenn skulu þekkja einkenni COVID-19 og smitleiðir. Ef grunur um sýkingu af völdum COVID-19 vaknar þarf að hafa samband við heilsugæslustöð þess veika sem fyrsta úrræði – annars vaktsíma 1700. Númerið 1700 svarar fyrirspurnum vegna veikinda allan sólarhringinn og leiðbeinir almenningi og ferðamönnum um aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Í neyðartilvikum skal hringt í 112 og mikilvægt er að nefna grun um COVID-19. Ef upp kemur grunur um COVID-19 skal aðskilja viðkomandi frá öðrum gestum og
starfsmönnum. Að öðru leyti skal farið eftir leiðbeiningum Landlæknis til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu.
6. gr.
Grundvallarsmitgát
Leiðsögumenn skulu viðhafa grundvallar smitgát. Í því felst m.a. að gæta að handþvotti og notkun handspritts.
Leiðsögumenn skulu forðast að deila veiðibúnaði með veiðimönnum, s.s. veiðistöngum, hjólum, taumefni, flugum, fatnaði og öðru slíku.
7. gr.
Notkun bifreiðar leiðsögumanns
Veiðimaður má ekki sitja við hlið leiðsögumanns í bifreið.
8. gr.
Veiðibækur
Gerðar skulu ráðstafanir til þess að skráning á afla verði rafræn svo ekki þurfi að nota útprentaðar veiðibækur. Veiðifélög þurfa að sækja um aðgang hjá Hafrannsóknastofnun til þess að nýta sér rafræna skráningu veiði. Þar sem útilokað er að koma því við að skrá veiði með rafrænum hætti, sbr. 1. mgr., skulu stök fjölrituð blöð upp úr heftuðum veiðibókum vera fyrirliggjandi fyrir hvert holl. Þá skulu gerðar
ráðstafanir þannig að hvert holl geti skilað blöðunum til veiðifélags eða rekstraraðila veiðihúss og/eða veiðisvæðis.
Reykjavík, 20. maí 2020.