Heldur rólegt yfir laxveiðinni
Nú þegar besta tímanum í laxveiðinni er að ljúka á Vesturlandi hefur talsvert hægst á veiðinni. Þannig komu aðeins 28 laxar á land í Laxá í Kjós í vikunni, 53 í Laxá í Leirársveit og 66 í Grímsá. Norðurá skilaði 103 löxum og skreið því yfir 1000 laxa múrinn í
Nýjar vikutölur úr laxveiðinni
Vikutölur úr laxveiðinni eru komnar á vef Landssambands veiðifélaga á https://angling.is/veiditolur/. Þó flest veiðisvæði séu betri en í fyrra er veiðin almennt róleg og langt frá sínu besta. Norðausturhornið er talsvert betra en í fyrra og síðustu vikurnar hafa verið nokkuð góðar smálaxagöngur í árnar í Þistilfirði og Vopnafirði.
Nýjar tölur úr laxveiðinni
Nýjar tölur úr laxveiðinni eru komnar á vef Landssambandsins. Fín veiði hefur verið í vikunni og meðal annars er ágætis gangur á norðausturhorninu. Selá gaf 171 lax í vikunni og Hofsá 144. Fínn gangur er í Jöklu en hún gaf 125 laxa í vikunni.
Flott veiði í Soginu – Vikutölur úr laxveiðinni
Fínar smálaxagöngur eru á Vesturlandi og gaf vikan í Norðurá 191 lax og í Þverá/Kjarrá 179 laxa. Langá og Haffjarðará eru líka á fínu róli og sú fyrrnefnda gaf 145 laxa og sú síðarnefnda 117 laxa. Laxá á Ásum er á góðu skriði en vikan gaf 124 laxa sem er
Nýjar vikutölur úr laxveiðinni
Ágætis gangur er í laxveiðinni og eru flestar ár búnar að skila meiri veiði en á sama tíma í fyrra þó einhverjar séu á svipuðu róli. Þverá og Kjarrá gáfu 171 lax í vikunni og eru því komnar í 552 laxa miðað við 400 laxa á sama tíma í fyrra
Enn mikil veiði í Flókadalsá og Stóru Laxá
Athygliverðustu tíðindi vikunnar eru framhald á veislunni í Flókadalsá í Borgarfirði en vikan gaf 90 laxa á þrjár stangir sem gerir rúma fjóra laxa að meðaltali á stöng á dag. Það verður að teljast ansi góð veiði sem vekur upp spurningar um nágrannaárnar í Borgarfirðinum en þar er veiðin ekki
Veiðitölur vikunnar
Stærsta frétt vikunnar úr laxveiðinni er frábær opnun í Stóru-Laxá en áin er komin í 54 laxa eftir aðeins nokkurra daga veiði. Vonandi er þessi frábæra byrjun fyrirheit um það sem koma skal á vatnasvæði Hvítar og Ölfusár í kjölfar upptöku fjölmargra neta á svæðinu. Þá er athyglisvert að Flókadalsá
Nýjar tölur úr laxveiðinni
Veiðinni virðist nokkuð misskipt nú í upphafi tímabils en nokkrar ár fara mjög vel af stað á meðan rólegra er annars staðar. En almennt lítur byrjunin ágætlega út. Elliðaárnar byrja af miklum krafti en þar eru komnir 30 laxar í bók eftir aðeins þrjá dagar. Sérlega glæsileg byrjun þar. Vikan
Fínar opnanir í vikunni
Nú er veiði að hefjast í hverri laxveiðiánni á fætur annarri. Í vikunni voru Laxá í Leirársveit, Laxá í Kjós, Hítará og Miðfjarðará meðal þeirra sem voru opnaðar og þar voru veiðimenn sáttir. Í Leirársveitinni náðist tröllvaxinn hængur á land sem mældist 105 cm. Þar komu sex laxar á land
Laxveiðin fer ágætlega af stað
Nú er laxveiðin hafin á fimm veiðisvæðum en Landssamband veiðifélaga hefur fengið tölur frá þremur þeirra. Veiðin í Urriðafossi í Þjórsá fer nokkuð vel af stað og fyrsta vikan gaf 81 lax. Norðurá fer líka sæmilega af stað en opnunarhollið landaði 10 löxum og er áin komin í 19 laxa