Laxveiðin byrjuð – vikulegar veiðitölur
Þá er komið að fyrstu vikulegu veiðitölum sumarsins úr laxveiðinni en veiði er hafin í Urriðafossi í Þjórsá, Norðurá, Blöndu og Þverá. Mjög vel hefur gengið í Urriðafossi en þar hófst veiðin 1. júní. Þar eru 67 laxar komnir á land og góður gangur í veiðinni. Norðurá opnaði með hvelli
Fréttabréf Landssambands veiðifélaga 6. júní 2023
Fréttabréf Landssambands veiðifélaga var sent út í dag. Þar er fjallað um fyrstu daga laxveiðinnar nú í sumar, rafræna veiðiskráningu, Angling iQ, sótthreinsun á veiðibúnaði, vikulegar veiðitölur og veiðimyndabanka Landssambandsins. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.
Upptaktur að veiðisumri – fundur hjá Hafró
Hafrannsóknastofnun boðar til fundar um málefni ferskvatnsfiska föstudaginn 26. maí 2023, í aðdraganda komandi veiðisumars. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Gestum verður boðið að þiggja morgunverð fyrir fundinn. Dagskrá: 8:30-9:00 Morgunverður 9:00-9:05 Fundur setturÞorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar 9:05-9:25 Staða AtlantshafslaxHlynur Bárðarson, Hafrannsóknastofnun 9:25-9:45 HnúðlaxGuðni
Fréttabréf Landssambands veiðifélaga 17. maí 2023
Fréttabréf Landssambands veiðifélaga var sent út í dag. Þar er fjallað um aðalfund LV 2023, ályktun um sjókvíaeldi, rannsóknir í ferskvatni, fuglavarnabúnað og aðalfundi veiðifélaga. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.
Fundarboð aðalfundar LV 2023
Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn 21. og 22. apríl 2023, að Landhóteli í Landsveit, og hefst dagskrá kl. 11:30 föstudaginn 21. apríl. Sjá nánari upplýsingar í fundarboð að neðan. Þátttaka á aðalfundi Samkvæmt 5. gr. samþykkta LV hefur hvert aðildarfélag rétt til að senda einn fulltrúa á aðalfundinn fyrir hverja
Fréttabréf Landssambands veiðifélaga 13. mars 2023
Fréttabréf Landssambands veiðifélaga var sent út í dag. Þar er fjallað um komandi aðalfund Landssambandsins, Salmon Summit ráðstefnu á vegum NASF, afstöðu landsmanna til sjókvíaeldis og tilvonandi lagasetningu um hnúðlax. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.
Útboð – Blautulón og Ófærur
Veiðifélag Skaftártungumanna óskar eftir tilboðum í veiði í Blautulónum og Syðri- og Nyrðri Ófæru á Skaftártunguafrétti. Svæðið leigist í einu lagi. Góð veiði hefur verið á svæðinu undanfarin ár. Tilboð skulu vera til 2-3 ára frá og með árinu 2023. Tilboð sendist á veidifelag.skaft@gmail.com fyrir 20. mars 2023. Réttur áskilinn til að taka
Skýrsla um sjókvíaeldi – Ályktun LV
Landssamband veiðifélaga fagnar útkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi þótt niðurstaðan sé sláandi en ekki óvænt. Landssambandið hefur lengi bent á fjölmargar brotalamir í umgjörð í kringum eldið og þær miklu hættur sem því eru samfara fyrir villta laxastofna. Oftast án þess að á sé hlustað. Landssambandið hefur bent á hvernig
Fréttabréf Landssambands veiðifélaga 8. desember 2022
Fréttabréf Landssambands veiðifélaga var sent út í dag. Þar er fjallað um ófarir í sjókvíaeldi, aðalfund LV 2023, veiðina sumarið 2022 og dóm Hæstaréttar í máli nr. 20/2022. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.
Útboð – Víðidalsá, Fitjaá og Hóp í Húnaþingi
Veiðifélag Víðidalsár í Húnaþingi óskar hér með eftir tilboði í lax- og silungsveiði á vatnasvæði félagsins þ.e. Víðidalsá, Fitjaá og Hóp, frá og með árinu 2024, samkvæmt útboðsskilmálum og fyrirliggjandi upplýsingum. Útboðsgögn eru hjá Birni Magnússyni, Hólabaki, 541 Blönduósi, formanni stjórnar Veiðifélags Víðidalsár, sími 895-4473 / 452-4473, netfang bjorn@holabak.is. Útboðsgögn