Vikulegar veiðitölur úr laxveiðinni

Vikulegar tölur úr laxveiðinni eru komnar á vef Landssambandsins. Frekar rólegt er yfir veiðinni á Vesturlandi, í Húnavatnssýslum og á Suðurlandi. Veiðimenn á þessum svæðum eru sammála um að veðrabreytingar og rigningar gætu aukið töku því í mörgum ám er þó nokkuð af fiski en hann tekur illa.

Þverá og Kjarrá eru í toppsætinu með 668 laxa eftir 128 laxa viku.

Enn er fín veiði á norðaustur horninu og er Selá komin í 438 laxa og Hofsá í 383 laxa. Jökla átti frábæra viku með 137 laxa og er því komin í 325 laxa.

Listi með nýjum tölum er aðgengilegur hér.

Jökla
Þröstur Elliðason leigutaki og erlendur veiðimaður með 97 cm lax úr Jöklu en þar var fábær veiði í vikunni. Mynd: Fengin af FB síðu Strengja