ABOUT FIRO

Mönnum er skylt að hafa með sér félagsskap um veiði í hverju fiskihverfi, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Þessi félagsskapur kallast veiðifélög. Landssamband veiðifélaga er landssamtök allra veiðifélaga á Íslandi og starfar á grundvelli 5. mgr. 4. gr. sömu laga.

Landssamband veiðifélaga var stofnað árið 1958 og hlutverk þess er að gæta sameiginlegra hagsmuna veiðifélaga á Íslandi. Hlutverk þess er einnig að koma fram fyrir hönd þeirra gagnvart hinu opinbera, efla starfsemi veiðifélaga og auka samstarf þeirra, stuðla að bættri stjórn veiðimála og auka þekkingu á málefnum veiðifélaga.

STJÓRN OG FRAMKVÆMDASTJÓRI LV

Samkvæmt 9. gr. samþykkta Landssambands veiðifélaga skipa fimm menn stjórnina og skulu þeir kosnir á aðalfundi. Kjörtímabil þeirra er 3 ár, og skulu þeir ganga úr til skiptis, sitt árið hverjir tveir og formaður þriðja árið. Formaður er þannig kosinn sérstaklega, en hinir 4 skulu vera sinn úr hverjum landsfjórðungi svo og varamenn þeirra.

Formaður Landssambands veiðifélaga er Jón Helgi Björnsson, Laxamýri. Hann var fyrst kjörinn á aðalfundi Landssambandsins árið 2015 og endurkjörinn árið 2018 og 2021. Næst verður kosið um formannssætið á aðalfundi árið 2024.

Úr Suðurlandsfjórðungi, frá Skeiðará að Gullbringusýslu, kemur stjórnarmaðurinn Ólafur Þór Þórarinsson. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Landssambandsins árið 2019 og endurkjörinn árið 2022. Næst verður kosið um hans sæti á aðalfundi árið 2025. Varamaður Ólafs er Oddur Guðni Bjarnason.

Úr Vesturlandsfjórðungi, frá Gullbringusýslu að Hrútafjarðará, kemur stjórnarmaðurinn Jón Egilsson, Sauðhúsum. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Landssambandsins árið 2014 og endurkjörinn 2017 og 2020. Næst verður kosið um hans sæti á aðalfundi árið 2023. Varamaður Jóns er Ragnhildur Helga Jónsdóttir.

Úr Norðurlandsfjórðungi, frá og með Hrútafjarðará að Langanesi, kemur stjórnarmaðurinn Þorsteinn Baldur Helgason, Fosshóli. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Landssambandsins árið 2022 og næst verður kosið um hans sæti á aðalfundi árið 2025. Varamaður Þorsteins er Árni Pétur Hilmarsson.

Úr Austurlandsfjórðungi, frá Langanesi að Skeiðará, kemur stjórnarmaðurinn Gunnlaugur Stefánsson, Heydölum. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Landssambandsins árið 2020. Næst verður kosið um hans sæti á aðalfundi árið 2023. Varamaður Stefáns er Björn Ágúst Björnsson.

Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga er Gunnar Örn Petersen.