Vikutölur í skugga eldislaxafárs

Stærstu fréttir þessarar viku eru þær að eldislax er að ganga af krafti á norðvestur horninu. Landssamband veiðifélaga hefur verulegar áhyggjur af þessari stöðu og er nú þegar í nánum samskiptum við stjórnvöld vegna málsins.

Annars er veiðin almennt frekar róleg en þó hafa nokkur ágæt skot komið í kjölfar rigninga. Kjósin var með 62 laxa í vikunni sem er besta vikan í langan tíma. Þverá og Kjarrá gáfu 119 laxa og Norðurá 90.

Nokkuð rólegt er yfir Húnavatnssýslum en þar hafa menn þó einkum áhyggjur af eldislaxi sem er að ganga þessa dagana.

Laxá í Aðaldal er komin í 595 laxa og ánægjulegt að hún sé nú þegar komin með helmingi meiri veiði en lokatalan í fyrra.

Nokkrar tölur vantar á listann en þær munu berast í dag.

Landssamband veiðifélaga hvetur veiðimenn til að vera vakandi gagnvart eldislaxi og koma slíkum fiskum í greiningu til Hafrannsóknastofnunar.

Lista með nýjum tölum má finna hér.

Img 9114