NEWS

Vikutölur úr laxveiðinni

Laxveiði er að ljúka í mörgum ám um þessar mundir þó svo að nokkrar ár loki ekki fyrr en næstu mánaðarmót og árnar sem byggja á seiðasleppingum ekki fyrr en í október. Þannig er lokatalan í Norðurá 1.352 laxar, Haffjarðará 870 laxar og Straumfjarðará 348 laxar. Búast má við fleiri

Nánar ⇀

Veiðitölur 14. september

Nýjustu vikutölur úr laxveiðinni eru komnar á vefinn. Um þetta leyti fara lokatölur tímabilsins að berast okkur og endaði til dæmis Haffjarðará í 870 löxum og Laxá á Ásum í 820 löxum. Sjá nánar á angling.is/veiditolur/

Nánar ⇀

Nýjar tölur úr laxveiðinni

Enn er frekar rólegt yfir laxveiðinni á Vesturlandi og í Húnavatnssýslum. Kjósin gaf 12 laxa í vikunni og Grímsá 19. Langá var öllu betri með 50 laxa viku. Norðausturhornið kemur ágætlega út þetta sumarið og er Hofsá komin í 1015 laxa eftir 80 laxa viku og Selá í 977 laxa

Nánar ⇀

Heldur rólegt yfir laxveiðinni

Nú þegar besta tímanum í laxveiðinni er að ljúka á Vesturlandi hefur talsvert hægst á veiðinni. Þannig komu aðeins 28 laxar á land í Laxá í Kjós í vikunni, 53 í Laxá í Leirársveit og 66 í Grímsá. Norðurá skilaði 103 löxum og skreið því yfir 1000 laxa múrinn í

Nánar ⇀

Nýjar vikutölur úr laxveiðinni

Vikutölur úr laxveiðinni eru komnar á vef Landssambands veiðifélaga á https://angling.is/veiditolur/. Þó flest veiðisvæði séu betri en í fyrra er veiðin almennt róleg og langt frá sínu besta. Norðausturhornið er talsvert betra en í fyrra og síðustu vikurnar hafa verið nokkuð góðar smálaxagöngur í árnar í Þistilfirði og Vopnafirði.

Nánar ⇀

Nýjar tölur úr laxveiðinni

Nýjar tölur úr laxveiðinni eru komnar á vef Landssambandsins. Fín veiði hefur verið í vikunni og meðal annars er ágætis gangur á norðausturhorninu. Selá gaf 171 lax í vikunni og Hofsá 144. Fínn gangur er í Jöklu en hún gaf 125 laxa í vikunni.

Nánar ⇀

Flott veiði í Soginu – Vikutölur úr laxveiðinni

Fínar smálaxagöngur eru á Vesturlandi og gaf vikan í Norðurá 191 lax og í Þverá/Kjarrá 179 laxa. Langá og Haffjarðará eru líka á fínu róli og sú fyrrnefnda gaf 145 laxa og sú síðarnefnda 117 laxa. Laxá á Ásum er á góðu skriði en vikan gaf 124 laxa sem er

Nánar ⇀

Nýjar vikutölur úr laxveiðinni

Ágætis gangur er í laxveiðinni og eru flestar ár búnar að skila meiri veiði en á sama tíma í fyrra þó einhverjar séu á svipuðu róli. Þverá og Kjarrá gáfu 171 lax í vikunni og eru því komnar í 552 laxa miðað við 400 laxa á sama tíma í fyrra

Nánar ⇀

Enn mikil veiði í Flókadalsá og Stóru Laxá

Athygliverðustu tíðindi vikunnar eru framhald á veislunni í Flókadalsá í Borgarfirði en vikan gaf 90 laxa á þrjár stangir sem gerir rúma fjóra laxa að meðaltali á stöng á dag. Það verður að teljast ansi góð veiði sem vekur upp spurningar um nágrannaárnar í Borgarfirðinum en þar er veiðin ekki

Nánar ⇀

Veiðitölur vikunnar

Stærsta frétt vikunnar úr laxveiðinni er frábær opnun í Stóru-Laxá en áin er komin í 54 laxa eftir aðeins nokkurra daga veiði. Vonandi er þessi frábæra byrjun fyrirheit um það sem koma skal á vatnasvæði Hvítar og Ölfusár í kjölfar upptöku fjölmargra neta á svæðinu. Þá er athyglisvert að Flókadalsá

Nánar ⇀