Góður gangur í laxveiðinni – Nýjar tölur

Fínn gangur er í laxveiðinni og verður spennandi að sjá hvort smálaxinn skili sér af krafti á næstu dögum. Norðurá skilaði 118 löxum í vikunni og fer því í toppsætið með 246 laxa.

Mjög góð veiði í Hítará á Mýrum vekur athygli en þar gaf vikan 34 laxa og áin komin í 53 laxa. Haffjarðará byrjar einnig vel og er komin í 93 laxa.

Víðidalsá fer einnig mjög vel af stað og er komin í 48 laxa. Almennt er byrjunin í Húnavatnssýslunum talsvert betri en í fyrra.

Opnanir fyrir norðan og austan gefa einnig tilefni til bjartsýni. Opnunin í Húseyjarkvísl skilaði 11 löxum og gott líf var í opnunum í Þistilfirði og Vopnafirði.

Stóra Laxá byrjar vel en þar eru 39 laxar komnir á land. Mikil hreyfing er á fisknum í Stóru og hafa ýmsir minna þekktir veiðistaðir verið að gefa góða veiði.

Listi með nýjum tölum er aðgengilegur hér.

Img 2659
Þórður Jörundsson með fallega hrygnu við opnun Húseyjarkvíslar. Mynd: Skúli Hrafn Harðarson