Ósk um tilboð í leigu á veiðirétti í Litluá og Skjálftavatni

Veiðifélag Litluárvatna óskar eftir tilboðum í leigu eða umboðssölu á öllum veiðirétti félagsins í Litluá og Skjálftavatni í Kelduhverfi fyrir veiðitímabil áranna frá og með 2026 til og með 2030 með almennu útboði.

Útboðsgögnin fást afhent með rafrænum hætti hjá Landssambandi veiðifélaga. Vinsamlegast hafið samband á netfangið gunnar@angling.is.

Tilboðum skal skilað í lokuðum umslögum eigi síðar en kl. 14:00 föstudaginn 28. mars 2025 á skrifstofu Landssambands veiðifélaga þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Myndadiskur 2004 146 large
Boltafiskur úr Litluá í Kelduhverfi. Mynd: Fengin af www.litlaa.is