Landssamband veiðifélaga óskar aðildarfélögum og félagsmönnum þeirra gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Aðalfundur Landssambands veiðifélaga árið 2025 verður haldinn á Austurlandi í þetta skiptið, nánar tiltekið að Hótel Héraði (Berjaya) á Egilsstöðum. Fundurinn verður haldinn dagana 26. og 27. apríl næstkomandi og verður hann nánar auglýstur síðar. Athugið að fundardagar verða laugardagur og sunnudagur þetta árið.