Veðifélagið Kolka, óskar eftir tilboðum í leigu á öllum veiðirétti félagsins í Kolbeinsdals- og Hjaltadalá fyrir veiðitímabil áranna frá og með 2026 til og með 2030 með almennu útboði.
Útboðsgögnin fást afhent með rafrænum hætti hjá Landsambandi Veiðifélaga. Vinsamlegast hafið samband á netfangið angling@angling.is.
Tilboðum skal skilað í lokuðum umslögum á skrifstofu Landssambands veiðifélaga, Síðumúla 34, 108 Reykjavík, eða í tölvupósti á johann@angling.is. Tilboðum skal skilað í lokuðum umslögum eigi síðar en kl. 15:00 þann 3. mars 2026 þar sem þau verða opnuð i viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.


