LAXÁ Í LEIRÁRSVEIT

Laxá í Leirársveit fellur úr Eyrarvatni í Svínadal og til sjávar hjá Súlunesi. Neðsti hluti hennar er ósasvæði eða leirur, um 16 km. langar, en áin sjálf frá efri ósmörkum að Eyrarvatni er rúmir 14 km. Þar fyrir ofan taka við 3 stöðuvötn, Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn, sem er efst. Í það fellur Draghálsá, sem er laxgeng um 2,5 km. upp frá vatninu. Í heild er þetta efsta svæði um það bil 10 km. að lengd. Leirá sameinast Laxá efst á ósasvæðinu. Vatnasvið er um það bil 190 ferkm. Laxastigi var byggður í Eyrarfossi árið 1950 og endurbyggður 1970.

Leyft er að veiða á 7 stengur í ánni. Meðalveiði árin 1974 til 2008 er 1034 laxar, mest árið 1988 = 1887 laxar en minnst árið 1982, þá 545 laxar. Leigutaki nú er Sporðablik ehf.  Umsjónarmaður árinnar er Haukur Geir Garðarsson.

Netfang: haukur@fastis.is

Sími: 822-4850

VIKA FYRIR VIKU 2023

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2022