Ytri rangá hólsá vesturbakki.

YTRI-RANGÁ & HÓLSÁ, VESTURBAKKI

Laxveiðisvæðið í Ytri Rangá nær frá ármótunum við Hólsá upp að Árbæjarfossi, og jafnvel allt upp að Ármótahyl, 8 km. þar fyrir ofan, þegar líður á sumarið. Alls er þar veitt á mest 20 stengur. Ofan við laxasvæðið er silungasvæði þar sem staðbundinn urriði er megin uppistaðan í veiðinni. Við vestri bakka Hólsár (Djúpár) hafa verið settar sleppitjarnir nokkur undanfarin ár. Við það hefur laxveiðin aukist að miklum mun. Lax-á hefur svæðið á leigu og er það nýtt með Ytri Rangár veiðunum og sá afli færður með í veiðitölum þar. Þar eru notaðar fjórar stengur. Því hefur L.V. breytt nafninu hér á vefnum, þannig að þetta sé ljóst.

Smellið hér til að sjá upplýsingar um landeiganda

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021