Vikulegar veiðitölur

Nýr listi með vikulegum veiðitölum úr helstu laxveiðiánum er kominn á vef Landssambandsins. Nokkuð misjafn gangur virðist vera í veiðinni en Norðurá og Þverá/Kjarrá áttu ágætar vikur með rúmlega 100 laxa í báðum ám. Norðurá heldur því toppsætinu með 450 laxa. Vel gengur í Haffjarðará en hún er komin í 255 laxa eftir 89 laxa viku.

Ágætur gangur er í Vopnafirði en Selá skilaði 70 löxum og Hofsá 78. Frábær veiði var t.d. í Hofsá 11. júlí þegar 24 laxar komu á land.

Listi með nýjum tölum er aðgengilegur hér.

Img 9114