Vikulegar veiðitölur úr laxveiðinni

Laxveiðin er hafin á nokkrum veiðisvæðum og nýjustu tölur eru komnar inn á angling.is.

Þverá og Kjarrá voru opnaðar í vikunni og þar eru komnir 33 laxar á land. Veiðimenn við Þverá töldu ekki mikinn lax á svæðinu en þó væri einhver ganga.

Veiðin í Norðurá er fín en eftir frábæra byrjun gaf vikan 31 lax og er Norðurá komin í 71 lax.

Rólegt er í Blöndu en þar eru komnir 12 laxar á land eftir 7 laxa viku.

Urriðafoss heldur toppsætinu eftir 34 laxa viku en þar er 101 lax kominn í bók.

Allar tölur er að finna á þessari slóð: https://angling.is/veiditolur/

Throstur
Þröstur Elliðason með nýgenginn lax úr Þverá í Borgarfirði.