Vikulegar veiðitölur

Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum eru komnar á vef Landssambandsins. Ástandið er almennt frekar dapurt að undanskildu norðaustur horninu og í Rangánum. Vatnsleysi er farið að hafa veruleg áhrif á Vesturlandi og tala veiðimenn jafnvel um hamfarir í þeim efnum. Aðeins komu 9 laxar í Kjósinni í vikunni, 25 í Langá og 13 í Haukunni. Þetta er ansi slakar tölur á þessum tíma.

Selá og Hofsá hafa verið nokkuð stöðugar með 100-150 laxa vikur síðasta mánuðinn.

Listi með nýjum tölum er aðgengilegur hér.

Img 9114