Listi með vikulegum veiðitölum úr helstu laxveiðiánum er kominn á vef Landssambandsins. Vatnsleysi er farið að hafa veruleg áhrif á veiðina á mörgum svæðum, einkum á Suðurlandi, Vesturlandi og í Húnavatnssýslum. Á þessum svæðum var almennt róleg veiði þó svo að Haffjarðará, Miðfjarðará og Laxá á Ásum hafi skilað ágætri veiði.
Rangárnar voru þó með fína veiði í vikunni.
Ástandið er öllu betra á norðaustur horninu en þar komu 162 laxar í Selá og 108 laxar í Hofsá.
Enn vantar tölur af nokkrum veiðisvæðum og verða þær settar inn í dag um leið og þær berast.
Listi með nýjum tölum er aðgengilegur hér.