VÍÐIDALSÁ

Víðidalsá rennur af Húnvetnsku heiðunum niður Víðidalinn, og fellur í hið mikla stöðuvatn, Hópið, og gegnum það til sjávar um Bjargós, vestan Þingeyrasands. Heildarlengd frá ósi í sjó er talin 67 km. en 11 km. styttri frá ósi í Hópið. Um það bil 7 km. ofar fellur Dalsá í Víðidalsána frá austri. Þar er hinn þekkti veiðistaður Dalsárós. Við Víðidalstungu fellur svo Fitjaáin í Víðidalsána. Hún er veigamesta þveráin með yfir 280 ferkm. vatnasvið. Heildar vatnasvið Víðidalsár ofan Hóps er 1340 ferkm. Laxgeng er áin upp í Kolugil, sem er um það bil 25 km. frá ósnum í Hópið. Eftir nokkra laxastigagerð er Fitjaáin einnig laxgeng inn allan Fitjárdal, nokkuð inn fyrir byggð.

Alls eru um 100 merktir veiðistaðir samtals í báðum ánum. Meðalveiði í báðum ánum, árin 1974 til 2008 er 1136 laxar, minnst árið 1994, þá 580 laxar, en mest árið 1988, þá 2023. Þá er einnig mjög góð bleikjuveiði í Víðidalsánni, eða frá 2500 upp í 4000 á ári. Víðidalsáin er þekkt fyrir væna laxa og er meðalþyngd þar óvenju há, eða við 4 kíló árið 2000. Árlega veiðast þar laxar yfir 10 kíló að þyngd. Leyfð er veiði á 8 stengur alls. Ágætt veiðihús er við bæinn Lækjamót, fyrir báðar árnar. Besti veiðitíminn er talinn vera frá 10. júlí fram til 20.ágúst.

Frá og með haustinu 2013 tekur nýr leigutaki við Víðidalsánni.  Það félag heitir Laxabakki ehf. til heimilis á Laugavegi 11, 101 R.vík.  Sölustjóri er Jóhann Hafnfjörð Rafnsson.

Netfang: johann@vididalsa.is

Sími: 864-5663

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021