Nýjar veiðitölur eru komnar á vef Landssambandsins. Langvarandi þurrkar hafa áfram mikil áhrif á veiðina víða um land og sem fyrr eru það vatnsmeiri ár á Norðurlandi og norðaustur horninu sem koma best út úr þurrkunum. Eins er fín veiði í Rangánum.
Athygli vekur að Laxá í Aðaldal er komin yfir 500 laxa og er það mun betra en í fyrra þegar lokatalan var 401 lax. Laxá er í áttunda sæti listans sé miðað við ár sem byggja veiði ekki á seiðasleppingum og telst það til tíðinda.
Selá og Hofsá halda dampi og skiluðu 132 og 120 löxum í vikunni.
Listi með nýjum tölum er aðgengilegur hér.