VEIÐA OG SLEPPA

VEIÐA OG SLEPPA

HVAÐ ÞARFTU AÐ VITA

Þeim veiðimönnum fer fjölgandi sem sleppa stangveiddum fisk. Árið 1996 var um 2,3% laxveiðinnar sleppt aftur, en árið 2003 var þetta hlutfall komið upp í 15,7% að meðaltali, samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun en þetta hlutfall er mjög breytilegt í ánum. Það er mikilvægt að það sé gert rétt á öllum stigum.

VEIÐARFÆRI

Nota agnhalds-lausa króka eða klemma niður agnhöld. Nota fremur smáa króka/öngla.

Forðast að nota þríkrækjur, þær geta valdið óþarfa skaða á fisk. Ekki nota ryðfría króka. Nota góð veiðarfæri sem tryggja fljótalöndun á fisk, forðast að ofþreyta fisk að óþörfu.

Nota háfa með hnútalausu neti sjá mynd 2 hægri. Gróf net og/eða með hnútum geta valdið skaða á augum, tálknum, uggum, slímhúð og valdið hreisturlosi.

 

MEÐHÖNDLUN

Ávallt reyna að forðast að taka fisk úr vatni. Ef taka á mynd, þá á að reyna að gera það eins fljótt og mögulegt er.

Hafa í huga að nýgenginn fiskur er viðkvæmari en leginn og því ber að meðhöndla hann samkvæmt því.

Forðast að reyna að vigta fisk, mæla fremur fisk með lengdarstiku, auðvelt er að áætla þyngd út frá lengd.

Forðast að nota hanska eða önnur efni til að ná góðu gripi á fisk. Forðast að nota búnað til að halda fisk, slíkt getur skaðað hann.

Forðast að láta fisk berjast um við botn. Ekki taka fisk upp á sporðinum. Ef einhverja hluta vegna þarf að taka fisk og flytja, þá er ráðlegast að halda um styrtlu með annari hendinni og undir kvið fisksins með hinni.

AÐ FJARLÆGJA KRÓK

Gott er að hafa ávallt töng meðferðis.  Auðveldara er að losa krók úr fisk með töng.

Fjarlægja krók án þess að taka fisk úr vatni. Ef aðstæður eru erfiðar þá getur verið gott að skera línu í sundur til að auðvelda verkið.

 

AÐ SLEPPA FISK

Þegar fisk er sleppt er mikilvægt að halda haus fisks í staumstefnu og gefa honum góðan tíma til að jafna sig áður en honum er sleppt.

Ef merkja á fisk er nauðsynlegt að vera með búnaðinn við hendina til að tryggja fljóta afgreiðslu. Nota einungis samþykktan merkingarbúnað og nota samþykkt merki fyrir
viðkomandi vatnakerfi. Númer merkja og stærð fiska skal skrá í veiðibók. Alla veiði skal skrá í veiðibók ásamt umbeðnum upplýsingum

Ef blæðir úr tálknum fisks eða hann skaddast illa í meðhöndlun, þá er ekki ráðlegt að sleppa honum.