Ávallt reyna að forðast að taka fisk úr vatni. Ef taka á mynd, þá á að reyna að gera það eins fljótt og mögulegt er.
Hafa í huga að nýgenginn fiskur er viðkvæmari en leginn og því ber að meðhöndla hann samkvæmt því.
Forðast að reyna að vigta fisk, mæla fremur fisk með lengdarstiku, auðvelt er að áætla þyngd út frá lengd.
Forðast að nota hanska eða önnur efni til að ná góðu gripi á fisk. Forðast að nota búnað til að halda fisk, slíkt getur skaðað hann.
Forðast að láta fisk berjast um við botn. Ekki taka fisk upp á sporðinum. Ef einhverja hluta vegna þarf að taka fisk og flytja, þá er ráðlegast að halda um styrtlu með annari hendinni og undir kvið fisksins með hinni.