Veiðifélag Víðidalsár í Húnaþingi óskar hér með eftir tilboði í lax- og silungsveiði á vatnasvæði félagsins þ.e. Víðidalsá, Fitjaá og Hóp, frá og með árinu 2024, samkvæmt útboðsskilmálum og fyrirliggjandi upplýsingum.
Útboðsgögn eru hjá Birni Magnússyni, Hólabaki, 541 Blönduósi, formanni stjórnar Veiðifélags Víðidalsár, sími 895-4473 / 452-4473, netfang bjorn@holabak.is.
Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skilagjaldi.
Frestur til að skila tilboði rennur út laugardaginn 14. janúar 2023 kl. 13.00.
Tilboðin verða opnuð þann sama dag kl. 14.00 í veiðihúsinu Tjarnarbrekku í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Veiðifélag Víðidalsár 6. desember 2022.
F.h. stjórnar félagsins,
Björn Magnússon, formaður