Til veiðifélaga á Vesturlandi

  • Post category:Fréttir

Til Landssambands veiðifélaga hefur leitað Markaðsstofa Vesturlands. Markaðsstofan vinnur nú að skipulagningu ferðaleiða og kynningu og markaðssetningu Vesturlands sem áfangastaðar fyrir ferðafólk. Eitt af megin markmiðum vinnunnar er að beina fólki frá þeim stöðum þar sem ekki er æskilegt að það komi. Það getur m.a. átt við um veiðisvæði og veiðistaði. Veiðifélög á Vesturlandi, frá Kjósarhreppi og Hvalfirði, í Borgarfirði og vestur á Snæfellsnes og inn í Dölum allt að Gilsfirði eru beðin um að hafa samband við Margréti Björk Björnsdóttur á netfangið maggy@west.is ef þau hafa áhuga á samráði um þetta efni.