ÞVERÁ Í FLJÓTSHLÍÐ

Þverá er samsafn áa í Fljótshlíð. Allar eiga þær upptök sín á heiðunum ofan við Fljótshlíðina og eru að uppistöðu lindár með dragáreinkennum. Fyrrum var talverð sjóbirtingsveiði í Fljótshlíðarlækjunum sem saman mynda Þverána en þá runnu vesturkvíslar Markafljóts í Þverána sem þá var jökullituð og óveiðanleg.

Nú liðast Þverá fram dalinn tær og falleg og gefur góða veiði ár hvert. Veiðisvæðið nær frá Gluggafossi og allt niður að ármótum. Alls hefur Þverá upp á að bjóða 65 merkta veiðistaði. Flugan fer eintaklega vel í ána með nettum græjum en maðkveiði er einning stunduð. Í ánni er leyft að veiða á 4 stangir og veiðitími er frá 1. júlí til 20. október.

Ennþá verður að treysta á gönguseiðasleppingar til að halda laxagöngum við, en nokkur von er til að Þveráin geti fóstrað sjálfbæran laxastofn í framtíðinni.

Kolskeggur.is sér um veiðileyfasölu

Smelltu hér til að fá upplýsingar um landeiganda

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2020