SVARTÁ Í HÚNAVATNSSÝSLU

Svartá í Húnavatnssýslu.  Svartá fellur um Svartárdal, í Blöndu 27 km. frá sjó á mótum Blöndudals og Langadals. Hún er dragá með 480 ferkm. vatnasvið. Meðalveiði er 290 laxar, minnst árið 1977, 46 laxar en mest 619 árið 1988. Sameiginlegt veiðifélag er með Blöndu og Svartá.

Frá ármótum Blöndu og Svartár er þriggja stanga laxveiðisvæði fram til þess að Hvammsá fellur í Svartá.  Ágætt veiðihús er við ána í landi Fjósa.  Gott aðgengi er að veiðistöðum, þar sem þjóðvegurinn fram Svartárdal liggur meðfram ánni.  Núverandi leigutaki svæðisins er Veiðiþjónustan Lax-á  ehf.

Þriggja stanga silungsveiðisvæði er framan við laxveiðisvæðið. Veiðileyfi fyrir þá stöng selur Sigríður Þorleifsdóttir í Hvammi. Núverandi leigutaki er  Agn ehf.

Vefsíða: www.lax-a.is

Netfang: lax-a@lax-a.is

Sími: 557-6100

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2020