Smálaxinn að skila sér – Vikulegar veiðitölur

Enn gengur laxveiðin vel í flestum ám og fínar smálaxagöngur byrjaðar víða. Helst má nefna mjög góða vikuveiði í Þverá og Kjarrá eða 179 laxa og eru árnar komnar upp í 297 laxa samtals. Einnig var frábær veiði í Selá í Vopnafirði en þar kom 91 lax á land á sex stangir og Selá því komin í 109 laxa. Mikil ganga er einnig í Elliðaánum en þær eru komnar upp í 99 laxa eftir 63 laxa viku.

Norðurá er enn með flesta veidda laxa eða 348 eftir 102 laxa viku.

Listi með nýjum tölum er aðgengilegur hér.

Img 2358
Veiðimaður við Réttarhyl í Selá í Vopnafirði. Mynd: GÖP