SKJÁLFANDAFLJÓT, NEÐRI HLUTI

Neðri hluti Skjálfandafljóts upp að Ullarfossi og Barnafossi er sameiginlegt veiðisvæði.  Þar hefur stangaveiði verið stunduð um árabil, með vaxandi árangri.  Ekki er vel bílfært meðfram veiðisvæðunum og nokkur gangur að sumum veiðistöðum.  Þá getur jökullitur á vatninu spillt veiðivon ef þannig viðrar.  En við venjulegar aðstæður er Skjálfandafljótið ágætlega gjöfult. Áður var einungis um netaveiði að ræða, og er hún enn lítillega stunduð frá nokkrum neðstu bæjum við fljótið.

Veitt er á 6 -7 laxastangir og 10 silungsveiðistangir. Kvóti 6 laxar á stöng á dag. Veiðimenn beðnir að sleppa öllum laxi 75cm og stærri.

Meðalafli á stöng árin frá 1975 til 2004 er 393 laxar, minnst 67 árið 1975, og mest 932 árið 2004. Veiðiþjónustan Iceland Outfitters hefur Skjálfandafljótið á leigu frá og með vorinu 2017.

Vefsíða: veidileyfi.io

Netfang: stefan@icelandoutfitters.com

Sími: 466 2680

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021