ÖLFUSÁ

Ölfusáin er 25 km. löng, frá sjó að ármótum Hvítár og Sogs. Þar hefur lengi verið mikil laxveiði í net, að meðaltali 3741 lax á árunum 1973 til 1999. Hin síðari ár hefur dregið úr netaveiðinni en stangaveiði aukist. Auk laxveiðinnar er talsverð veiði á göngusilungi. Þetta er vatnsmesta á landsins, 210 rúmm./sek.
Helstu stangaveiðisvæðin eru fyrir löndum Eyrarbakka, Hrauns, Árbæjar,  við Selfoss, ásamt Laugarbökkum og Tannastaðatanga. Þrír síðasttölu staðirnir eru laxveiðisvæði, hitt silungssvæði að mestu.  Eins og annarsstaðar á félagssvæði Veiðifélags Árnesinga ráðstafar veiðifélagið sjálft öllum leyfum dagana 10. til 20. ágúst.

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2020