Nýjar vikutölur úr laxveiðinni

Vikutölur úr laxveiðinni eru komnar á vef Landssambands veiðifélaga á https://angling.is/veiditolur/.

Þó flest veiðisvæði séu betri en í fyrra er veiðin almennt róleg og langt frá sínu besta. Norðausturhornið er talsvert betra en í fyrra og síðustu vikurnar hafa verið nokkuð góðar smálaxagöngur í árnar í Þistilfirði og Vopnafirði.

Img 2205
Ásta Guðjónsdóttir með fallegan smálax úr Sandá í Þistilfirði. Mynd: Gunnar Örn Petersen