Nýjar veiðitölur

Vikulegar veiðitölur eru komnar í vefinn miðað við stöðuna í lok dags 19. júlí. Norðurá heldur efsta sætinu eftir 103 laxa viku og er komin í 553 laxa. Svo virðist sem ágæt smálaxaganga hafi verið í mörgum ám í Borgarfirði og Dölunum á stóra straumnum sem var þann 19. júlí.

Af öðru ber helst að nefna 102 laxa viku í Elliðaánum og að enn er góð veiði á norðausturhorninu.

Listinn í heild er aðgengilegur hér.

Img 0666
Ásta Guðjónsdóttir með 73 cm hrygnu úr Þverá í Haukadal. Mynd: GÖP