Nýjar tölur úr laxveiðinni

Enn er frekar rólegt yfir laxveiðinni á Vesturlandi og í Húnavatnssýslum. Kjósin gaf 12 laxa í vikunni og Grímsá 19. Langá var öllu betri með 50 laxa viku.

Norðausturhornið kemur ágætlega út þetta sumarið og er Hofsá komin í 1015 laxa eftir 80 laxa viku og Selá í 977 laxa eftir 85 laxa viku. Svalbarðsá er komin í 332 laxa sem er ágætt þar á bæ.

Áfram er fín veiði í Rangánum en Ytri er komin í 3261 lax og Eystri í 2522 laxa.