Nýjar tölur úr laxveiðinni

Nýjar tölur úr laxveiðinni eru komnar á vef Landssambandsins. Fín veiði hefur verið í vikunni og meðal annars er ágætis gangur á norðausturhorninu. Selá gaf 171 lax í vikunni og Hofsá 144. Fínn gangur er í Jöklu en hún gaf 125 laxa í vikunni.

Img 1856
Lars Marius Bjornstad með flottan fisk úr Jöklu. Mynd: Brynjar Arnarsson