Litlaá í Kelduhverfi – útboð með haustinu

Litlaá í Kelduhverfi fer í opið útboð með haustinu.

Litlaá er staðsett 55 km austan við Húsavík rétt áður en komið er að Ásbyrgi. Áin skartar sínu fegursta með fjölbreyttum veiðisvæðum þar sem veiddir eru sjóbirtingar, urriðar og sjóbleikja. Meðfram ánni er veiðislóði sem er vel aðgengilegur en þó eru staðir sem það er betra að vera á jeppum. 

Nýr leigutaki tæki við ánni 2026.

Áhugasamir geta komið og skoðað í sumar eða hafta samband við Jónas með tölvupósti á: jonas@ardalur.is

Socialsimage 1
Litlaá í Kelduhverfi. Mynd: litlaa.is