Laxveiðin fer ágætlega af stað

Nú er laxveiðin hafin á fimm veiðisvæðum en Landssamband veiðifélaga hefur fengið tölur frá þremur þeirra.

Veiðin í Urriðafossi í Þjórsá fer nokkuð vel af stað og fyrsta vikan gaf 81 lax. Norðurá fer líka sæmilega af stað en opnunarhollið landaði 10 löxum og er áin komin í 19 laxa eftir fyrstu fimm dagana. Þverá fer ágætlega af stað en fjórum löxum var landað á fyrstu vakt og er áin komin í átta laxa eftir tveggja daga veiði. Ekki hafa borist tölur úr Blöndu en þar fór veiðin hægt af stað. Kjarrá var opnuð í morgun og verður fróðlegt að fylgjast með því.

Landssamband veiðifélaga mun safna vikulegum veiðitölum af nokkrum laxveiðisvæðum líkt og undanfarin ár og munu þær birtar í hádeginu á fimmtudögum.

Tölurnar verða aðgengilegar á þessari slóð: https://angling.is/veiditolur/

286854039 10224233814412016 3049110756942436142 n
Davíð Másson með fallegan lax úr Kirkjustreng í Þverá