Þá er komið að fyrstu vikulegu veiðitölum sumarsins úr laxveiðinni en veiði er hafin í Urriðafossi í Þjórsá, Norðurá, Blöndu og Þverá.
Mjög vel hefur gengið í Urriðafossi en þar hófst veiðin 1. júní. Þar eru 67 laxar komnir á land og góður gangur í veiðinni.
Norðurá opnaði með hvelli þann 4. júní og er hún komin í 40 laxa. Þar voru veiðimenn að sjá nýjan fisk á hverri vakt til viðbótar við þann fisk sem þegar var mættur við opnun.
Blanda byrjar rólega en þó betur en í fyrra. Þar hófust veiðar 5. júní og komu fjórir laxar í opnun.
Veiðar hófust í Þverá í morgun og voru veiðimenn búnir að ná a.m.k. einum þegar þessi orð eru skrifuð.
Allar tölur er að finna á þessari slóð: https://angling.is/veiditolur/