LAXÁ Í AÐALDAL

Laxá í Aðaldal rennur úr Mývatni 58 km. leið til sjávar í Skjálfandaflóa, skammt norðann Laxamýrar. Hún er fiskgeng að Brúarfossum, 26 km.leið. Í Laxárdalnum, ofan Brúa, er mjög góð staðbundin urriðaveiði. Hún er lindá, meðalrennsli 44 rúmm./sek. vatnasvið 2150 ferkm. Helstu þverár eru Mýrarkvísl, Eyvindarlækur með Reykjadalsá og svo Kráká, sem fellur til Laxár á upptakasvæðinu við Mývatn. Lífríki Laxár og Mývatns hefur sérstöðu meðal íslenskra vatnakerfa og gilda um það sér lög um verndun Laxár og Mývatns. Um urriðasvæðið ofan Brúa verður fjallað á sér síðu. Meðalveiði í Laxá á árunum 1974 til 2008 er 1597 laxar, minnst 624 laxar árið 2003 en mest 3063 árið 1978. Auk laxveiðinnar er dágott silungsveiðisvæði rétt neðan virkjunarinnar, með liðlega 1000 urriða meðalveiði á ári.

Nokkrir leigutakar eru að þessari veiði, sá stærsti þeirra er “Laxárfélagið” sem haft hefur meiri hluta árinnar á leigu í 60 ár. Veiðihús Laxárfélagsins er á Vökuholti við Laxamýri. Þá eru svokallaðar “Nesveiðar” fyrir landi Árness og fleiri jarða leigðar sér og að mestu nýttar af erlendum veiðimönnum um miðbik sumarsins.    Veiðiheimili þeira er í Árnesi.  Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur nú Árnessvæðið á leigu.

Netfang: svfr@svfr.is

Sími: 568-6050

Auk þess selja sumir bændur veiði fyrir eigin landi og veiðiþjónustan Lax-á, Vatnsendabletti 181,  Kópavogi, er einnig með stengur á silungasvæðinu neðan Brúa.

Netfang: arnibald@lax-a.is

Sími: 557-6100

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021