LAXÁ Á ÁSUM

Meðalveiði síðustu 40 ára er um 1000 laxar á ári. Minnst 2012, þá aðeins 211 fiskar, en mest árið 1975, þá 1881 lax. Sé litið á veiðitölur veiddra laxa á stöng þá hefur Laxá á Ásum jafnan verið með hæstu meðalveiði á stöng á landinu. Laxá er 15 km löng frá Laxárvatni að ós í Húnavatni. Eftir lokun Laxárvatnsvirkjunar er nú veitt á 4 stangir í ánni, sama stangarfjölda og fyrir tilkomu virkjunarinnar.  Veiðistaðir dreifast jafnt upp með allri ánni, bílfært er að þeim flestum. Ósasvæði Laxár á Ásum er um 3 km langt frá veiðimörkum Laxár.

Nýtt veiðihús, Ásgarður, var fullbyggt 2017. Í húsinu eru sex tveggja manna svefnherbergi með baði. Í veiðihúsinu er boðið upp á fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu.

Vefsíða: www.asum.is

Netfang: fishing@asum.is

Sími: (+354) 694-6311

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021