LAUGARDALSÁ

Laugardalsá fellur um samnefndan dal, til sjávar i Mjóafjörð að vestanverðu. Áin er alls 16 km. að lengd og vatnasvið hennar 56 ferkm. Hún er dragá en stöðuvötnin Laugarbólsvatn og Efstadalsvatn hækka hitastig auka frjómagn.   Mest má veiða á þrjár stengur samtímis.

Þarna er eitt besta dæmi um vel heppnaða fiskrækt hérlendis, en áin var fisklaus allt til að fiskvegur var sprengdur í Einarsfoss.

Meðalveiði er 315 fiskar á ári 1974 til 2008, minnst 111 laxar 1996, en mest 703 laxar 1978. Auk laxveiðinnar má fá staðbundinn urriða og bleikju í vötnunum.

Ágætt veiðihús er við ána, skammt neðan Laugarbólsvatns.

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2020