Mynd 0028142

HVÍTÁ – LANGHOLT

Langholt og Hallandi er fornfrægt stangaveiðisvæði í Hvítá.  Það er á vinstri bakka árinnar, milli Stóru Ármóta og Oddgeirshóla.  Veiðisvæðið er um 2 km að lengd. Þar má veiða á þrjár stangir. Veiðihús er á staðnum.  Á bestu árunum fyrir jökulhlaup komst veiðin í 600 laxa.

Heimamenn selja veiðileyfin sjálfir, (sími 482-1019 og 482-1061)  auk þess sem Veiðifélag Árnesinga ráðstafar dögunum frá 10. til 20. ágúst ár hvert.

Stangafjöldi: Veitt er á 3 stangir.

Veiðitímabil: 20. júní – 20. september

Veiðitími: Frá 7:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00. Frá 20. ágúst er veiðitími seinna vaktar frá 15:00 – 21:00.

Leyfilegt agn: Fluga, Maðkur, spúnn.

Veiðihús: Tvö svefnherbergi, eldhús, stofa og salerni.

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021