HRÚTAFJARÐARÁ OG SÍKÁ

Hrútafjarðará og Síká.

Hrútafjarðará er eitt af nýjum veiðisvæðum í veiðiflóru Veiðiþjónustunnar Strengir. Meðalveiði í ánni á einungis þrjár stangir er allt að 300 löxum á sumri, ásamt góðri bleikjuveiði á neðstu veiðistöðum. Sérstakt fiskræktarátak er í gangi með sleppingu laxaseiða. Veiðisvæðið nær frá neðsta veiðistaðnum Dumbafljóti, sem er frábær bleikjuveiðistaður og upp að Réttarfossi, sem er rómað sem einstaklega skemmtilegt svæði í fögru umhverfi. Einnig er veitt í Síká sem fellur neðarlega í Hrútafjarðará. Ágæt stórlaxavon, en laxar allt að 10 kg veiðast flest sumur.

Veiðihús:

Gott veiðihús með útsýni yfir ánna er staðsett neðan mela milli Staðar og Bálkastaða. Þrjú tveggja manna herbergi með handlaug hvert, eitt baðherbergi með sturtu, eldhús og skemmtileg setustofa með glæsilegum arin. Grill á staðnum. Húsgjald er innifalið í verði. Í veiðihúsinu geta tveir dvalist fyrir hvert keypt veiðileyfi. Komudag mega veiðimenn koma kl. 14.00 daginn sem veiði hefst og brottfarardag skulu þeir vera farnir úr húsinu kl. 14.00. Veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað og matvæli. Veiðileyfi: Yfirleitt þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis, en þó í einstaka hollum tveir dagar. Daglegur veiðitími 1. júlí – 14. ágúst kl. 7-13 og 16-22. en eftir 15. ágúst til 1. september 15-21 eftir hádegi. Eftir það er seinni vaktin kl.14-20 til 20 september. Leyfilegt agn: Fluga eingöngu leyfð.  Veiðiþjónustan STRENGIR, Smárarima 30, 112 Reykjavík.

Vefsíða: http://www.strengir.is

Netfang: ellidason@strengir.is

Sími: 567-52304

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2020