HAFFJARÐARÁ

Haffjarðará rennur úr Oddastaðavatni (57 m. yfir sjó) um 25 km. veg til sjávar í Hafursfirði. Sjálft veiðisvæðið er nokkru styttra. Í Haffjarðará falla Höfðaáin, neðan Oddastaðavatns og Hraunholtaáin úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn. Núpá á sameiginlegt ósasvæði með Haffjarðaránni. Heildarvatnasvið eru tæpir 450 ferkm.

Haffjarðará er kunn laxveiðiá og þykir einstaklega örugg þannig að sveiflur milli ára eru minni en víðast annarsstaðar. Meðalveiði frá 1974 til 2008 eru 774 laxar, minnst 465 árið 1981 en mest árið 2008 = 2010 laxar. Veitt er á 6 stengur og einvörðungu á flugu. Nýlegt og mjög vandað veiðihús er við ána. Haffjarðaráin hefur nokkra sérstöðu að tvennu leyti. Fyrra atriðið er að ekki hefur verið stunduð nein fiskrækt í ánni og eingöngu treyst á náttúrulegt klak til viðhalds stofns og veiði. Hið síðara að veiðirétturinn er sérmetin fasteign og fylgir ekki landi.

Veiðifélag er ekki við ána. Aðaleigendur veiðiréttarins eru tveir og ráðstafa þeir veiði sjálfir.

Smelltu hér fyrir upplýsingar um landeiganda 1

Smelltu hér fyrir upplýsingar um landeiganda 2

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021