Greiningar Arev á áhættumati erfðablöndunar

Eins og fram hefur komið hafa sérfræðingar hjá Arev tölfræði rýnt áhættumat erfðablöndunar að beiðni Landssambands veiðifélaga. Í nýjasta tölublaði Vísbendingar birtist grein um þessa vinnu sem fjallar um dreifingu eldislaxa úr stroki Arctic Fish árið 2023. Þessi áhugaverða grein er aðgengileg með því að smella hér eða með því að fara á frétt um málið á vef Arev með því að smella hér.

Skýrslan sjálf er aðgengileg í frétt á vef Arev með því að smella hér.

Lax veiga
Mynd: Veiga Grétarsdóttir.