GLJÚFURÁ Í BORGARFIRÐI

Gljúfurá í Borgarfirði. Gljúfurá og Langá koma báðar úr Langavatni, en skiljast að skammt neðan þess. Frá þessum vatnaskilum rennur Gljúfurá um 19 km. leið uns hún fellur í Norðurá nokkuð ofan við ármót Norðurár/Hvítár.. Vatnasvið hennar er um 50 ferkm. Laxgeng er hún um 13 km. að Klaufhamarsfossi. Gönguskilyrði hafa verið bætt um ána og vatnsmiðlunarstífla var byggð við Langavatn árið 1969, í samvinnu við Langárbændur.  Leyft er að veiða á 3 stengur í ánni. Meðalveiði árin 1974 til 2008 er 209 laxar, mest 522 árið 1975, en minnst 73 árið 1987. Við ána er nú mjög gott nýtt veiðihús, þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir. Þar er rafmagn, hiti og heitur pottur. Snyrting og sturta er sér fyrir hvert herbergi. Veiðihúsið er í landi Svignaskarðs, um það bil 20 km. frá Borgarnesi.

Veiðireglur:

Veiðisvæði: Frá Klaufhamarsfossi niður að ósi í Norðurá. Hóp tilheyrir ekki veiðisvæðinu.

Veiðitími: Frá 07-13 og 16-22. (Frá og með 15. ágúst þó 07-13 og 15-21).

Leyfilegt agn:  Fluga og maðkur. Tillaga að skiptingu árinnar í veiðisvæði liggur frammi í húsinu. Stakir dagar verða til sölu frá 10. til 20. september.

Söluaðili veiðileyfa: Stangaveiðifélag Reykjavíkur-Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.

Vefsíða: www.svfr.is

Netfang:svfr@svfr.is

Sími: 568 6050

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021