Fundarboð aðalfundar LV 2023

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn 21. og 22. apríl 2023, að Landhóteli í Landsveit, og hefst dagskrá kl. 11:30 föstudaginn 21. apríl. Sjá nánari upplýsingar í fundarboð að neðan.

Þátttaka á aðalfundi

Samkvæmt 5. gr. samþykkta LV hefur hvert aðildarfélag rétt til að senda einn fulltrúa á aðalfundinn fyrir hverja 40 félaga eða færri og einn fyrir brot af þeirri tölu, sem umfram er. Hefur hver fulltrúi eitt atkvæði á fundinum.

Óskað er eftir því að aðildarfélög sendi framkvæmdastjóra LV tilkynningu um þátttöku á aðalfundinum eigi síðar en 7. apríl nk. Vinsamlegast sendið tilkynninguna á netfangið gunnar@angling.is.

Óskað er eftir því að sendar verði upplýsingar um neðangreint:

  1. Nafn veiðifélags.
  2. Nöfn og kennitölur fulltrúa.
  3. Hversu mörg herbergi veiðifélag þarf.
  • Hægt er að gista í eins eða tveggja manna herbergjum.
  • Gert er ráð fyrir gistingu eina nótt (21. apríl) nema annars sé sérstaklega óskað.

Kostnaður

Fulltrúar greiða beinan kostnað við mat og gistingu en LV greiðir annan kostnað við fundinn. Sami kostnaður er á fulltrúa og maka.

Kostnaður á mann í eins manns herbergi með fjórum máltíðum: 44.200 kr.
Kostnaður á mann í tveggja manna herb. með fjórum máltíðum: 33.650 kr.
Kostnaður á mann án gistingar með fjórum máltíðum: 20.700 kr

Dagskrá fundar

Föstudagur 21. apríl kl. 11:30-16:45

  1. Hádegisverður.
  2. Setning fundar um kl. 12:30.
  3. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
  4. Kosning kjörbréfanefndar.
  5. Ávörp gesta.
  6. Ávarp formanns og skýrsla stjórnar LV.
  7. Ársreikningur 2022 lagður fram til staðfestingar.
  8. Álit kjörbréfanefndar.
  9. Umræður um skýrslu formanns og afgreiðsla reikninga.
  10. Erindi gestafyrirlesara.
  11. Skipan starfsnefnda aðalfundar.
  12. Drög að ályktunum fundarins kynnt og þeim vísað til nefnda.
  13. Tillögur aðildarfélaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. samþykktar LV.
  14. Fundi frestað, nefndarstörf.

Laugardagur 22. apríl kl. 10:00-12:00

  1. Nefndir skila áliti. Umræður.
  2. Ályktanir afgreiddar.
  3. Stjórnarkjör. Kjör stjórnarmanna frá Vestur- og Austurlandi.
  4. Kjör skoðunarmanna reikninga. Aðalmaður og varamaður til tveggja ára.
  5. Önnur mál.
  6. Fundarslit.

Önnur dagskrá

Föstudagur 21. apríl

11:30 – Hádegisverður.
12:30 – Fundur hefst.
16:45 – Fundi frestað.
17:00 – Dagskrá í boði heimamanna.
19:30 – Kvöldverður.

Laugardagur 22. apríl

08:30 – Morgunverður og fundi haldið áfram.
12:00 – Fundi slitið.
12:00 – Hádegisverður.
13:00 – Brottför.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landssambands veiðifélaga,

Gunnar Örn Petersen,
framkvæmdastjóri

Ytri