Til aðildarfélaga Landssambands veiðifélaga.
Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn föstudaginn 8. október, kl. 11:00-15:00, í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Þátttaka á aðalfundi
Samkvæmt 5. gr. samþykkta Landssambandsins hefur hvert aðildarfélag rétt til að senda einn fulltrúa á aðalfundinn fyrir hverja 40 félaga eða færri og einn fyrir brot af þeirri tölu, sem umfram er. Hefur hver fulltrúi eitt atkvæði á fundinum.
Gætt verður fyllsta öryggis og sóttvarna á fundinum og fundargestir sérstaklega hvattir til að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Boðið verður upp á að fulltrúar geti tengst fundinum með fjarfundarforritinu Zoom. Munu þeir þá geta fylgst með fundinum og tjáð sig um einstök mál. Þeir einir sem mæta á fundarstað munu þó hafa atkvæðisrétt.
Óskað er eftir því að aðildarfélög sendi framkvæmdastjóra Landssambandsins tilkynningu um þátttöku á aðalfundinum eigi síðar en 20. september nk. Vinsamlegast sendið tilkynninguna á netfangið gunnar@angling.is.
Óskað er eftir því að sendar verði upplýsingar um neðangreint:
- Nafn veiðifélags.
- Nöfn og kennitölur fulltrúa.
- Félagatal viðkomandi veiðifélags.
- Hvort fulltrúi hyggst mæta til fundarins eða tengjast honum með fjarfundarbúnaði.
Dagskrá
- Setning.
- Kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Kosning kjörbréfanefndar.
- Skýrsla stjórnar Landssambands veiðifélaga, sbr. 6. gr. samþykktar Landssambandsins. Jón Helgi Björnsson.
- Tillaga um breytingar á samþykkt Landssambands veiðifélaga. Fyrir liggur tillaga stjórnar Landssambandsins um breytingar á samþykktinni og var hún send með fundarboði í tölvupósti.
- Tillaga að skipun millifundanefndar. Fyrir liggur tillaga stjórnar Landssambandsins um umboð til stjórnar til skipunar nefndar um heildarendurskoðun á gjaldskrárgrunni félagsgjalda og var hún send með fundarboði í tölvupósti.
- Ársreikningur fyrir árið 2020 lagður fram til staðfestingar, sbr. 6. gr. samþykktar Landssambands veiðifélaga. Ólafur Þór Þórarinsson.
- Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögð fram., sbr. 6. gr. samþykktar Landssambands veiðifélaga, og ákvörðun um félagsgjöld, sbr. 7. gr. samþykktarinnar.
- Tillögur aðildarfélaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. samþykktar Landssambands veiðifélaga.
- Stjórnarkjör, sbr. 9. gr. samþykkta Landssambands veiðifélaga. Í ár er kosið um formann stjórnar.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga, sbr. 5. mgr. 9. gr. samþykkta Landssambands veiðifélaga.
- Önnur mál.
- Fundi slitið.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landssambands veiðifélaga,
Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri