Fréttabréf Landssambands veiðifélaga var sent út í dag. Þar er fjallað um nýafstaðinn aðalfund LV, upptakt að veiðisumri hjá Hafrannsóknastofnun sem haldinn verður á morgun, hvers er að vænta varðandi göngu eldislaxa í sumar, hugsanlega viðbót við DK hugbúnað sem nýst getur veiðifélögum, skráningu á veiði, endurheimt vistkerfa og áhrif þess á ferskvatnslíf og greiningar Arev tölfræði á áhættumati erfðablöndunar. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.