FNJÓSKÁ

Fnjóská rennur til sjávar hjá Laufási við Eyjafjörð en á upptök í Bleiksmýrardrögum, 117 km. ofar.  Í hana falla – auk lækja – þverárnar Bakkaá og Árbugsá. Vatnasvið = 1310 ferkm. Ekki tálma fossar lengur fiskför um ána og gengur lax um það bil 40 km. frá sjó en bleikja 30 km. lengra. Áin er köld og er talið að hitastigið takmarki göngusvæði laxins. Oft er mjög góð bleikjuveiði í Fnjóská.

Leyfð er veiði á 8 laxastengur frá ósum og upp að bænum Steinkirkju við Vaglaskóg, en þar ofan við og upp að Bakkaá eru leyfðar 4 silungastengur.  Veiðihús er við ána í landi Böðvarsness og einnig er aðstaða fyrir veiðimenn á Skarði.

Vefsíða:

fnjoska.is

veiditorg.is

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA